VINNUSKJALIÐ ÞITT

Ég hvet þig til að hlaða þessu ókeypis vinnuskjali frá mér niður og vinna verkefnin í því. Það getur hjálpað þér í gang með að skilja kvíðann þinn ögn betur. Hvernig líst þér á það?

Flestar okkar eru líklega með nokkuð skýra mynd af því hvert við stefnum í ár og næstu árin. Það er samt ekki víst að við séum allar búnar að skrifa niður langtímamarkmið og skammtímamarkmið til að koma okkur þangað.

Svo er hitt, að við getum verið búnar að gera gott skipulag og spennandi og lýsandi skrifleg markmið – EN svo gerist eitthvað óvænt og skipulagið fer úrskeiðis á skammri stundu. Það hreinlega hrinur á staðnum. 

Höldum ró okkar! Við skulum forðast að rakka okkur sjálfar niður og skammast okkar fyrir að geta ekki staðið við sett markmið. Það breytist ekkert við það þó við æsum okkur og rífum okkur niður. Það eina sem gerist er, að við gerum okkur sjálfum erfiðara fyrir og okkar eigin neikvæðni dregur úr okkur þrótt. Við skulum heldur ekki eyða orku okkar í að reyna að kenna öðrum um. 

Það er miklu vænlegra til árangurs, að skoða vandlega hvað það var í aðferðinni hjá okkur sem skilaði ekki tilskildum árangri, hverju við þurfum að breyta. 

Oft tengist kvíði því sem við upplifum sem mistök.  Vinnuskjalið, sem ég er að bjóða þér að hlaða niður, leiðir þig í gegnum einfalda en mjög virka aðferð til að ná að skilja hvað kemur kvíðatilfinningum af stað. 

Þú ættir endilega að hlaða niður vinnuskjalinu. Njóttu vel!

Hverju myndi það breyta hjá þér, ef kvíðatilfinningar hættu að hamla þér í að gera það sem þig langar að gera, eða þarft að gera?

Það geta verið margar ástæður fyrir kvíðanum sem hrjáir þig og það er alltaf eitthvað eitt sem kemur honum af stað hverju sinni, við köllum það kveikju.

Aðferðinni sem er lýst í vinnuskjalinu er ætlað að aðstoða þig til að skilja aðferðina við að finna kveikjuna. Á 6 vikna námskeiðinu er aðferðin marg æfð til að þú náir sem bestum tökum á henni. 

Hafðu stílabókina þína við hendina núna þegar þú ferð í gegnum verkefnið, skrifaðu svörin þín niður hjá þér og líka ýmislegt sem þér dettur í hug þegar þú vinnur verkefnið. 

Stundum getur verið öruggara að skrifa tákn í staðinn fyrir nöfn á fólki eða stöðum þegar þú svarar spurningunum í vinnuskjalinu.  Aðeins þú veist hvað er á bak við táknin. Þetta á sérstaklega við ef um mjög persónuleg mál er að ræða sem þú vilt halda útaf fyrir þig.

Ertu að hugsa nægilega vel um sjálfa þig?

Þú þarft að ná að slaka á. Í vinnuskjalinu er smá auka sending til þín – „sestu á bekkinn og njóttu“.  Láttu það eftir þér.

SÆKJA SKJAL

Áhyggjur, stress, kvíði?

Þú getur yfirunnið kvíðann!

Á námskeiðinu birti ég stundum stuttar greinar (ég kalla þær stundum „örgreinar“) sem ég hef tekið saman um ýmislegt sem gott getur verið að lesa og hugsa um þegar unnið er við að draga úr og yfirvinna að lokum kvíða. Ein greinanna fjallar um ýmsar birtingamyndir kvíða

Þú ættir að lesa þessa grein, þú  getur það t.d. með því að fá ókeypis aðgang að hluta af viku 1 á sjálfu námskeiðinu (án allra skudbindinga).

Jóna Björg Sætran býður þér að hlaða niður rafbók sem hún kallar; "7 skref í áttina að því að elska lífið á ný laus við kvíðann".

Í rafbókinni er m.a.  fjallað um að:

  • viðhorf þín, hugsanir og ákvarðanir hafa áhrif á líðan þína og velgengni í framtíðinni. 
  • það er nauðsynlegt að geta skilið vandann, þá fyrst er hægt að draga úr honum.
  • gott sjálfstraust auðveldar þér að yfirstíga kvíðann. 
  • þú getur skrifað minningar á þann hátt sem aðeins þú skilur. 
  • þú getur öðlast kjark til að fara út fyrir þægindahringinn þinn til að vinna í viðkvæmum málum – og náð góðum árangri.  
  • það er hálf ótrúlegt hve auðvelt er stundum að yfirvinna kvíða sem hefur jafnvel angrað lengi. Annar kvíði getur reynst erfiðari viðfangs en þú getur líka yfirunnið hann.
  • Lærðu að njóta lífsins – þú átt það svo sannarlega skilið. 
  • Ertu orðin langþreytt á því, að kvíði blossi upp þegar þig langar til að gera ákveðna hluti?  
  • Finnur þú núorðið stundum fyrir kvíða, jafnvel áður en þú ert komin í aðstæður þar sem þú hefur oft fundið fyrir kvíða? Þú ferð  að kvíða fyrir því að finna fyrir kvíða!
  • Er ekki kominn tími til að þú getir nýtt krafta þína til fulls til að þú náir að vera slök en einbeitt að yfirstandandi verkefnum? 

Hvernig viltu draga úr áhrifum kvíðans, þannig að þó svo að þú finnir fyrir smá kvíða þá getir þú unnið  óhindrað áfram í því sem þú þarft eða vilt gera?

Það getur svo margt gott og gefandi  farið í gang, fyrst í huga þér og síðan til framkvæmda, þegar þungu fargi er létt af þér.   

Ertu búin að skoða vel hvað er verið að byggja upp í vikum 1 – 6 á námskeiðinu „Blómstraðu laus við kvíðann“? 

Skoðaðu líka hvaða gagn þú getur haft af því að fara í gegnum námskeiðið með Jónu Björgu Sætran markþjálfa PCC

Í „Blómstraðu laus við kvíðann“ byggjum við jöfnum höndum upp

  • aukinn skilning á kvíðaferlunum
  • hvernig hugsanamynstur hefur áhrif á hvernig við bregðumst við þegar við finnum fyrir kvíða
  • hvað við getum gert meðvitað til að komast út úr kvíðahugsunum og kvíðatilfinningum.

Á námskeiðinu er einnig mikið unnið að því að efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsmat sem auðveldar þér að yfirvinna kvíðann þinn. 

Þegar við náum að greina og skilja kvíðaaðstæður og áhrif kvíðans á líkama okkar og sál eigum við auðveldara en annars með að draga úr áhrifum kvíðans. 
Eftir því sem áhrifin minnka verðum við frjálsari til allra athafna og verka og að lokum getum við óhikað gengið til verka sem áður reyndust okkur eiginlega ofraun.

Þú færð góðan stuðning og eftirfylgni í gegnum námskeiðið í formi tveggja stakra markþjálfunartíma með Jónu Björgu Sætran markþjálfa PCC og þar að auki verður Jóna Björg í sambandi við þig vikulega á meðan að á námskeiðinu stendur til að fjalla um verkefni hverrar viku.  Þegar þú tekur þátt í hópnámskeiði á ákveðnum dagsetningum, eins og t.d. 24. okt. – 2. des. 2022, þá er Jóna Björg þannig með  hópfundi á netinu á fimmtudagskvöldum kl. 20 – 21. Þegar þú tekur námskeiðið þegar þér hentar, þá færðu á 6. degi vikunnar netpóst þar sem Jóna Björg fjallar um efni vikunnar. Ef eitthvað er óljóst er alltaf velkomið að senda fyrirspurn á jona@blomstradu.is og þú færð þá sent svar innan 48 klst.   

Sparaðu þér tíma við að prófa þig sjálf áfram og reyna að komast ein yfir kvíðann. Viltu ekki frekar nýta þér efnið og aðferðirnar sem Jóna Björg Sætran býður upp á og hafa gagnast fjölmörgum konum vel, til að efla sig og komast yfir kvíðann sinn?

Hver dagur er dýrmætur því tíminn sem líður kemur aldrei aftur.

Þú átt almennt annríkt, mikil ábyrgð hvílir á þér. Þú verður að hafa góða yfirsýn yfir allt sem viðkemur starfinu og ekki síður góða innsýn í allar mögulegar hindranir sem gætu hamlað vext. Það er brýnt að þú náir að nýta lausnamiðaða og skapandi hugsun til að efla möguleika til vaxtar.

Þegar áreitið og álagið fer vaxandi verður æ brýnna að draga úr álagi, efla sjáfsstyrkinn og dýpka snarlega skilninginn á því, hvernig best er sneiða framhjá aðstæðum sem geta valdið erfiðleikum og kvíða. Það þarf að halda sér stöðugt í jákvæðri möguleikavíddinni, skauta framhjá takmarkandi hugsunum og kveðja frestunaráráttuna. 

Hvers virði er það þér að komast yfir kvíðann þinn?

Leyfðu þér að blómstra í einkalífi og starfi! Njóttu þess að vera þú!

Fjárfestu í sjálfri þér til framtíðar!

Af öllum sem þú þekkir – hvert þeirra finnst þér bera mesta ábyrgð á velgengni þinni? 

  • Það er sama hvað þú átt marga vini, enginn þeirra ber meiri ábyrgð á velgengni þinni, vellíðan og hamingju en þú sjálf.

Dæmi um umsagnir fyrri þátttakenda sem unnu að því með Jónu Björgu að yfirstíga kvíða.

NÝLEGAR GREINAR & FRÆÐSLA

Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann!

Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann!

Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann! Þegar álag eykst og áreitið í kringum þig heldur svo enn áfram að hlaðast upp, þá getur auðveldasta svarið þitt virst vera að draga þig inn í skelina þína og bíða af þér hugsanlega kulnun. Stundum borgar sig ekki að velja nærtækustu lausnina og þá…

Kvíði er bara tilfinning

Kvíði er bara tilfinning

Kvíði er hluti af flóru tilfinninga okkar. Kvíði og kvíðatilfinningar geta reynst okkur vel þegar þær varna því að við tökum of mikla áhættu, gerum eitthvað sem gæti jafnvel reynst okkur lífshættulegt. Við ættum því í raun að fagna því að geta upplifað kvíða, við eigum til að gleyma því að það er ekkert sjálfsagt að…

Áttu þér vel falið leyndarmál? Kvíðann þinn!

Áttu þér vel falið leyndarmál? Kvíðann þinn!

Kvíði getur birst við allskonar aðstæður. Ef til vill eru einhverjar ákveðnar aðstæður sem kalla alltaf fram kvíða hjá þér, eitthvað sem þú þarft að gera, ákveðinn aðili sem þú þarft að tala við, það getur verið svo ótal margt og mismunandi. Ef þetta liggur mjög þungt á þér, þá er þér mikilvægt að geta…