Áttu þér vel falið leyndarmál? Kvíðann þinn!

Kvíði getur birst við allskonar aðstæður. Ef til vill eru einhverjar ákveðnar aðstæður sem kalla alltaf fram kvíða hjá þér, eitthvað sem þú þarft að gera, ákveðinn aðili sem þú þarft að tala við, það getur verið svo ótal margt og mismunandi. Ef þetta liggur mjög þungt á þér, þá er þér mikilvægt að geta sagt einhverjum sem þú treystir frá því. Það eitt, að geta komið orðum yfir kvíðann og lýst honum og við hvaða aðstæður hann myndast, getur hjálpað þér við að ráða betur við aðstæður.

Þú ættir aldrei að reyna að halda kvíða þínum leyndum fyrir öllum í kringum þig.

Það er engin skömm að því að vera kvíðin. Það er alltaf einhver ástæða fyrir því hvernig okkur líður.

Aðeins þú veist hvernig þér líður og enginn annar getur gert sér fullkomna grein fyrir því. Vonandi áttu þér trúnaðarvin sem þú getur treyst fyrir vanlíðan þinni og kvíða.

Er eitthvað sem hefur nýst þér vel til að draga úr kvíða sem er að hellast yfir þig? Ef þú færð oft kvíða við sömu eða sambærilegar aðstæður getur sá sem er nærri þér við þær aðstæður aðstoðað þig ef viðkomandi veit af miklum líkum á yfirvofandi kvíðakasti. Aðrir geta ekki gert sér grein fyrir vanlíðan okkar, við getum ekki treyst á hugsanalestur, við verðum að tjá okkur.

Þegar við eigum við einhvern vanda að stríða, eins og t.d vaxandi kvíðatilfinningar við ákveðnar aðstæður, og við reynum að fela vandann og getum ekkert gert í því að komast yfir hann hjálparlaust, þá á vandinn það til að vaxa og vanlíðanin eykst. Þannig þarf það ekki að vera. Þú getur unnið þannig með kvíðann þinn að hann dofni smá saman og að lokum finnir þú ekki fyrir þessari miklu vanlíðan við ákveðnar aðstæður.

Hafðu hugfast að með því að skoða vel tilfinningar okkar og líðan eykst skilningur okkar á því hvað við getum gert til að okkur líði betur.

Ef það er langt síðan að þú hlóðst niður og fórst vel í gegnum ókeypis vinnuskjalið frá mér og svo líka ókeypis rafbókina mína, 7 leiðir í átt að því að elska lífið á ný laus við kvíðann, sjá www.blomstradu.is þá skaltu finna þau gögn og fara yfir úrlausnirnar þínar.

Ef þú tekur þátt í námskeiðinu, „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ getur þú treyst því að ég mun gera mitt besta til að aðstoða þig við að ná góðum árangri.

Tvö 6 vikna námskeið verða á næstunni,  23. janúar til 3. mars og síðan er annað 6 vikna námskeið 6. febrúar til 17. mars. Hvort myndi henta þér betur?
Þú getur lesið þér til um námskeiðin á vefnum www.blomstradu.is   Ef einhverjar spurnigar vakna getur þú líka sent mér póst á jona@blomstradu.is

Ég hlakka til að vinna með þátttakendum að því að ná að draga mátt úr kvíðatilfinningum þeirra til að bæta líðan þeirra og auka lífsgleði.  Á námskeiðinu er unnið líka með marga aðra þætti en kvíða, við vinnum að alhliða uppbyggingu þannig að þú eflir sjálfstraustið, áræðnina, samskiptatæknina og margt fleira.

Ég er sannfærð um að þátttakendur sem eru virkir allar 6 vikurnar á námskeiðinu og nýta sér báða markþjálfnartímana með mér sem og annan stuðning og eftirfylgni sem eru innifalin í námskeiðinu, þeir muni ná góðum árangri á námskeiðinu og geta svo haldið áfram að nýta sér aðferðirnar sem við vinnum með þar til að vaxandi sjálfseflingar.

Hverjum getur þú treyst fyrir kvíðanum þínum?
Skrifaðu niður þær aðstæður sem valda þér oftast kvíða?
Hversu mikilvægt er fyrir þig að yfirvinna kvíðann þinn?

Bestu kveðjur

Jóna Björg Sætran, M.Ed, PCC markþjálfi

jona@blomstradu.is

Tengt efni