Jóna Björg Sætran

Komið þið sæl.
Ég heiti Jóna Björg Sætran, ég er menntunarfræðingur, M.Ed. og PCC markþjálfi (Professional Certified Coach, alþjóðleg vottun frá International Coach Federation) og með framhaldsmenntun á MCC stigi markþjálfunar (Master Coach Certification). Ég hef verið tengd kennslu- og menntamálum á ýmsum sviðum í um fjóra ártugi en síðustu 20 árin hef ég lagt mesta áherslu á að vinna að því að aðstoða fólk við að efla sjálfstraust sitt og auka vellíðan, njóta sín sem best.

Margir kannast við námskeiðin mínBlómstraðu! Njóttu þess að vera þú! sem hafa verið með ýmsu formi í þessi 20 ár og sótt af bæði konum og körlum. Öll hafa þau miðað að því að efla sjálfstraust og vellíðan þátttakenda.  Stundum hef ég líka verið beðin um að sérhanna slík námskeið til að taka þá sérstakt tillit til þarfa viðkomandi hóps eða fyrirtækis; t.d. fyrir sölumenn í banka – önnur voru aðlöguð fyrir starfsfólk þjónustumiðstöðva, fyrir starfsfólk leikskóla o.sv.fr. 
Nú síðustu árin  hefur líka verið um að ræða fyrirlestra sem ég hef haldið fyrir kennara í námsferðum, bæði hér á landi og erlendis, m.a. varðandi skólaforðun, kulnun í starfi, félagsfærni og jákvæða stjórnunarhætti

Allt hafa þetta verið spennandi og gefandi verkefni. Ég hef þannig verið að vinna með breiðum hópi þátttakenda á öllum aldri, að auknu sjálfstrausti og vellíðan í víðum skilningi í gegnum námskeið, persónulega markþjálfun, fyrirlestra, pistla, greinaskrif og í bókinni minni „Að læra að læra“ (námstæknibók fyrir unglinga,  námstækni – markmiðasetning – sjálfsefling)  https://namsadstod.namstaekni.is/is/  

Þegar  Covid faraldurinn skall á, flutti ég námskeiðin mín, markþjálfun og aðra þjónustu, frá því að vera að mestu leyti staðbundin á Íslandi, í Reykjavík eða á landsbyggðinni, yfir á netmiðla. Í dag býð upp á námskeið, markþjálfun og fleira á netinu en einnig í Reykjavík. 

Námskeiðið mitt „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ sem þessi kynningarvefur fjallar um, er 10 vikna umfangsmikið námskeið, (á ensku oft nefnt „master class“), sem er ætlað konum sem vilja fá að njóta sín betur í daglegu lífi, konum sem vilja ná að ráða betur við kvíða sem þær upplifa við ýmsar aðstæður, konum sem vilja ná að komast yfir kvíðann sinn þannig að hann hamli þeim ekki lengur frá því að gera það sem hugur þeirra stendur til.  
Eins og fram hefur komið hér á vefnum þá er unnið með fjölbreytt verkefni á þessu námskeiði sem stuðla að því að þátttakendur efla sig og styrkja á margan hátt. 

Námskeiðið byggi ég á grunni aðferðafræði markþjálfunar, hugrænnar atferlismeðferðar og árangursfræða. „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ er í tveimur útgáfum, íslenskri og enskri. Enska námskeiðið er einnig 10 vikna „master class“ og nefnist „Feeling Anxiety Free„. Þátttakendur kaupa aðgang að öðru hvoru námskeiðinu, en þau eru sambærileg burtséð frá tungumálinu.

Markþjálfunartímarnir hjá mér eru hvort heldur sem er á íslensku eða ensku enda markþjálfa ég fólk af ýmsum þjóðernum og fólk búsett í ýmsum fjarlægum löndum. Markþjálfunin og aðrir persónulegir einkatimar fara almennt fram í gegnum Zoom.

Ég starfa sjálfstætt í kennslu- og ráðgjafafyrirtækinu Námstækni ehf.  sem ég stofnaði 2004 og er í eigu okkar hjóna. 
www.namstaekni.ishttp://www.namstaekni.is

Jóna Björg Sætran
namstaekni@namstaekni.is

Við getum lært að vinna með kvíðatilfinningar og draga úr þeim mátt svo þær hamli okkur ekki.

Kvíði er í grunninn eðlileg tilfinning og kvíði getur oft verið af því góða, því hann getur forðað okkur frá því sem er okkur hættulegt. Þegar kvíði er hinsvegar orðinn ráðandi afl í okkar daglega lífi og við eigum erfitt með að gera það sem við þurfum að gera eða okkur langar að gera vegna þess að kvíði hellist yfir okkur, þá er áríðandi að vinna í því að ráða bug á kvíðatilfinningunum. Við viljum ekki láta kvíða koma í veg fyrir að við getum notið okkar til fulls.

Á námskeiðinu, „Blómstraðu, laus við kvíðann!“, beini ég oft orðum mínum til kvenna í atvinnulífinu, konum sem reka eigið fyrirtæki eða eru frumkvöðlar, en ég er viss um að efni námskeiðsins hentar líka konum í öðrum störfum. Svo framarlega sem þú ert kona sem vilt efla sjálfsstyrk þinn, styrkja sjálfstraustið og geta losað þig undan viðjum kvíðatilfinninga, þá ættir þú að skoða efni námskeiðsins betur.

Hvort heldur sem þú ert með eigið fyrirtæki, ert að vinna ýmsa frumkvöðlavinnu og leggja drög að drauma fyrirtækinu þínu eða ert í öðru ábyrgðarmiklu starfi, þá er mikilvægt fyrir þig, að geta brugðist hratt og örugglega við í ýmsum óvæntum aðstæðum. Við þurfum allar að geta fundið snöggar lausnir á ýmsum málum sem skjóta óvænt upp kollinum í dagsins önn, hvort heldur sem er heima fyrir eða í vinnunni.

Þegar álagið verður of mikið og í lengri tíma, þá getur það leitt til þess að kvíði fer að hellast yfir þig. Það gerist þá jafnvel að þegar þú þarft mest á því að halda að vera einbeitt í hugsun, þá verður kvíðinn áberandi og getur haft mikil og neikvæð áhrif á viðbrögð þín við allskonar áreitum.

Kannast þú við að hafa upplifað slíkt? Hve mikilvægt er fyrir þig að ná að ráða það vel við kvíðann, að þú getir bægt honum frá þér, til að hann hafi ekki  truflandi áhrif á þig?

Á námskeiðinu vinnum við að því að skilja kvíðann – hvað það er sem veldur kvíðanum og hvað það er sem kemur honum af stað. Þegar við náum tökum á þessu þá eigum við auðveldara en annars með að ráða við kvíðann. Við getum þá jafnvel hreinlega kvatt talsvert af kvíðanum sem hefur annars hangið yfir okkur og hamlað okkur frá því að njóta okkar.

Það er þetta sem ég legg áherslu á að aðstoða konur við að ná tökum á í gegnum námskeiðið mitt „Blómstraðu, laus við kvíðann!“

Ókeypis vinnuskjal og rafbók

Efst til hægri á forsíðu vefsins er flipinn „Gjafir til þín“. Þar er þér boðið að hlaða niður bæði ókeypis vinnuskjali og ókeypis rafbók. Þetta efni útbjó ég, Jóna Björg, til að hjálpa þér til að fá smá innsýn í hvernig þú getur tekið fáein skref í átt að því að efla sjálfsstyrk þinn og byrja að vinna að því að skilja kvíðann þinn. Við þurfum nefnilega að kynnast kvíðanum og skilja hvað kemur honum af stað ef við ætlum okkur að losa okkur við ýmsar kvíðatilfinningar. 

Ef þú ert ekki búin að hlaða þessu ókeypis efni niður hjá þér, þá vil ég hvetja þig til þess að gera það. Ég er viss um að efnið nýtist þér eða vinkonum / vinum þínum á einhvern hátt. 

 

Ef þér líkar framsetningin á vinnuskjalinu getur vel verið að þig langi til að fá senda til þín ókeypis rafbókina mína. Þá skaltu endilega hlaða henni niður líka. 

ÓKEYPIS RAFBÓK:
Jóna Björg Sætran; 7 skref í áttina að því að elska lífið á ný laus við kvíðann.

Lærðu einfaldar aðferðir til að móta spennandi og kvíðalitla eða kvíðalausa framtíð.

Lærðu einfaldar aðferðir til að bera kennsl á hvað það er sem kveikir á kvíðatilfinningunum þínum.

Lærðu einfaldar aðferðir til að efla sjálfstraustið þitt.

Lærðu einfaldar aðferðir til að elska lífið og að vera laus við kvíða. 

Lærðu einfaldar aðferðir til að sigrast á kvíðanum þannig að kvíði hætti að hafa áhrif á daglegt líf þitt.

Búðu þig undir að elska lífið á nýjan leik! Blómstraðu í einkalífi og starfi! Njóttu þess að vera þú!

Þegar þú skráir þig á námskeiðið þá getur þú verið þess fullviss að við munum aðstoða þig eftir megni. Við fylgjumst vel með hvernig þér gengur að fara í gegnum verkefnin ýmist í formi hópfunda eða netpósta.

Í lok hverrar viku getur þú sent okkur netpóst ef það er eitthvað í verkefnunum sem þú átt erfitt með að skilja, eitthvað sem þú vilt spyrja um. Síðan hittir þú Jónu Björgu líka fjórum sinnumá netfundi í einka markþjálfun, markþjálfunartímarnir eru 60 mín.

Ef eitthvað er óljóst á námskeiðinu getur þú alltaf haft samband á jona@blomstradu.is og póstinum verður þá svarað innan 48 klst.

Jóna Björg vill hjálpa þér til að gera þér grein fyrir því:

  • Hvernig framkoma þín og hegðun stjórnast oft af tilfinningum þínum
  • Hvernig ýmislegt í umhverfinu getur haft áhrif á tilfinningar þínar, það getur verið eitthvað sem þú sérð, heyrir eða upplifir á annan hátt.

  • Hvernig sjálfsálit þitt, sjálfsvirði, sjálfsöryggi og hamingja verður oft fyrir áhrifum af því sem þú gerir eða segir. Þetta virkar líka á hinn veginn, þ.e. þessir þættir hafa líka áhrif á framkomu þína eftir líðan þinni hverju sinni.

Dæmi um hvað fyrri þátttakendur hjá Jónu Björgu segja:

 

 

Þetta 10 vikna námskeið á netinu, Blómstraðu, laus við kvíðann!,  master class, ásamt fjórum einka markþjálfunartímum, tveimur hópmarkþjálfunartímum og vikulegum kennslufundum þar sem fjallað er um verkefni vikunnar er AÐEINS fyrir konur sem eru alveg ákeðnar í að nýta sér námskeiðsefnið til að ná sem bestum árangri á styttsta mögulega tíma, 10 vikum.Til að veita þátttakendum sem besta þjónustu er fjöldi þátttakenda á hverjum tíma takmarkaður.