Jóna Björg Sætran býður upp á námskeið og markþjálfun á netinu
Námskeið á netinu; 1. október – 8. nóvember 2024 Hámarksfjöldi á þetta námskeið er 8 konur. Einkanámskeið eru líka í boði.
Á þessum 6 vikum er farið í gegnum ákveðið ferli til að
- skilja hvað kemur kvíðanum af stað
- róa kvíðatilfinningarnar
- yfirvinna kvíðann
- byggja upp sjálfstraustið, eldmóðinn og sjálfsmatið, samskipta- og félagsfærni o.fl.
- auka vellíðan og gleði.
Þegar kvíðinn hættir að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf þitt, getur þú notið þín betur. Laus við kvíðann getur þú virkjað ýmsa möguleika sem voru þér huldir áður.
Skipulag námskeiðsins:
- Við upphaf hverrar viku er opnað fyrir aðgengi að námsefni vikunnar; 6 – 7 örtextar þar sem unnið er með ákveðin grunnþemu í formi fjölbreyttra verkefna.
- Þátttakendur vinna þessi verkefni að hluta til með Jónu Björgu Sætran, í hópkennslutímunum á netinu, en nýta þau svo áfram tengd sínum persónulegu aðstæðum fram að næstu kennsluviku.
- Þegar þú ferð í gegnum verkefnin er mikilvægt að þú svarir spurningum þeirra skriflega, annaðhvort í vinnubókina sem þú færð sem pdf skjal eða þá í sérstaka stílabók ef þú hefur ekki aðstöðu til að prenta vinnubókina út.
- Hver þátttakandi fær tvo einkatíma í PCC markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran.
- Aðgangur er að lokuðum hóp á Facebook þar sem hægt er að leggja fram spurningar eða deila hugsunum sínum.
- Það er alltaf hægt að senda auka netpóst til Jónu Bjargar ef spurningar vakna varðandi efnið á meðan að á námskeiðinu stendur.
Forsenda þess að ná góðum árangri á þessum 6 vikum er, að þú farir alltaf í gegnum verkefni vikunnar og sért þannig virk í þessari vinnu, nýtir þér kennslustundirnar, markþjálfunartímana og annan stuðning og eftirfylgni sem Jóna Björg býður uppá og er innifalið í námskeiðinu.
Jóna Björg styður við þátttakendur alla leið í gegnum námskeiðið!
- Þátttakendum gefst kostur á að óska eftir umfjöllun og verkefnum um ákveðið efni og því er geymt rými fyrir fjögur slík verkefni sem Jóna Björg útbýr út frá óskum þátttakenda.
Hver hefur gagn af námskeiðinu "Blómstraðu, laus við kvíðann!"?
Þegar við viljum vera yfirvegaðar í framkomu og allri ákvarðanatöku, þá verðum við að geta haft stjórn á áreitinu í kringum okkur. Áreitið, sem oft er óhjákvæmilegt, getur svo auðveldlega komið okkur úr góðu jafnvægi.
Það er slæmt ef slíkt gerist einmitt þegar við þurfum að hafa skýra hugsun og ná að finna skapandi og gefandi lausnir á verkefnum sem við fáum óvænt í fangið.
Væri ekki frábært að geta frekar blómstrað í möguleikavíddinni?
Nú getur þú tekið ákvörðun um hvort þú viljir;
- stíga skrefin til að ná betri stjórn á áreitinu, þannig að það þróist ekki út í kvíða
- efla þig markvisst í að draga úr áhyggjunum, stressinu og kvíðanum og
- læra að vinna með kvíðatilfinningarnar þannig að þú getir yfirunnið þær.
Möguleikarnir í kringum þig eru svo ótal margir. Þú getur nýtt þér kraft hugsanamáttar þíns, jákvæðra hugsana og staðfestinga, til að skauta með hraði burt frá áreitinu áður en það festir hugsanir þínar í neikvæðri hringiðu.
Ef þú ert haldin miklum og nær stöðugum kvíða, þunglyndi eða depurð ...
Ef þú upplifir oft mjög slæm kvíðaköst, ert haldin nær stöðugum miklum kvíða, upplifir mikið þunglyndi eða depurð, þá vil ég biðja þig endilega að hafa samband við lækni, sálfræðing eða geðlækni. Ekki ætla að gera það bara seinna. Farðu á heilsugæsluna þína og fáðu aðstoð.
Stundum er nauðsynlegt að fá kvíðastillandi lyf og þá er algjörlega nauðsynlegt að fá þau hjá lækni sem leiðbeinir um rétta notkun.
Ekki hika við að biðja lækna um hjálp þegar þess er þörf. Kvíði er ekkert til að skammast sín fyrir.
Það er alltaf hægt að fá aðstoð, en þú verður að láta vita að þú þurfir aðstoð og að þú viljir þiggja hana.
Jóna Björg Sætran, M.Ed., PCC, "kvíðaleysis markþjálfinn!"
Þær eru ótal margar konurnar sem Jóna Björg hefur unnið með sl. 25 ár og aðstoðað m.a. við að efla sig til að yfirstíga áhyggjur, kviða og kvíðatilfinningar til að slíkt trufli ekki daglegt líf þeirra lengur.
Jónu Björgu langar til að hjálpa þér til að skilja hvers vegna þú verður kvíðin. Hvaðan kemur kvíðinn, hvað kveikir á honum, hvernig nærðu að róa kvíðann og hvernig nærðu að sleppa takinu á kvíðanum? (Við köllum það að „sleppa takinu á kvíðanum“ þegar kvíðinn er hættur að vera kvíði, við finnum engin neikvæð áhrif frá honum lengur.
Jóna Björg er sannfærð um að ef þú tekur virkan þátt í námskeiðinu hennar, „Blómstraðu , laus við kvíðann!“, allar 6 vikurnar og nýtir þér kennslutímana, markþjálfunina og aðra eftirfylgni hennar á meðan á námskeiðinu stendur og er innifalin í námskeiðinu, þá munir þú geta sagt í lok námskeiðsins að þú blómstrir og að nú hafir þú eignast hóp öflugra og virkra verkfæra sem þú getur nýtt þér til að yfirstíga kvíða og jafnvel sneiða hreinlega framhjá honum.
Þú munt líka ná að styrkja þig og efla á margvíslegan hátt samhliða því að ná að yfirvinna kvíðann.
Lágmark ca 20 – 40 mín. dagleg markviss og hnitmiðuð vinna á námskeiðinu með efni þess getur fært þér aukinn skilning og styrk.
Leyfum ekki kvíðatilfinningum að ráðskast með líf okkar.
Hvernig hljómar þetta?
Þegar þú ert virk allar 6 vikurnar á námskeiðinu; "Blómstraðu, laus við kvíðann!", þá er Jóna Björg sannfærð um að það hjálpi þér til að ....
- skilja kvíðatilfinningarnar þínar betur
- skynja hvað kveikir á kvíðanum
- efla sjálfstraustið, sjálfsvirðinguna og sjálfsálitið
- fara út fyrir þægindahringinn þinn þegar þörf krefur
- sleppa a.m.k. hluta af kvíðatilfinningunum þínum
- meta hvað það er sem skiptir þig máli
- efla samskiptafærni þína
- fá dýpri skilning á starfi þínu
- nýta tímann betur
- setja þér markmið
- gera gildin þín sýnilegri í daglegu lífi þínu
- endurheimta persónulegan kraft þinn
- standa af þér erfiðar stundir
- vinna gegn kulnun
- finna og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- æfa lausnamiðaða og skapandi hugsun
- finna fleiri leiðir til að njóta með fólkinu þínu.
Er eftir nokkru að bíða lengur? Fjárfestu í sjálfri þér, þú skiptir máli. Náðu að efla þig og styrkja. Hættu að leyfa kvíðanum að ráða för. Ertu ekki búin að fá nóg af frestunaráráttunni? Rót frestunaráráttu er oftar en ekki kvíði.
Hvað er þér mikilvægast núna?
- Þarftu að ná meiri yfirvegun, hætta að forðast að gera ákveðna hluti?
- Hvenær læðist kvíðinn að þér, í hvaða aðstæðum ertu þá?
- Viltu geta farið með reisn í gegnum erfiðar aðstæður, full sjálfstrausts?
- Þarftu að ná að taka mikilvægar ákvarðanir í vinnunni, ákvarðanir sem skipta ekki bara hag þinn og fyrirtækis þíns miklu máli – heldur geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir bæði starfsfólk, viðskiptavini og birgja, bæði á Íslandi og erlendis?
- Hamlar áreitið, áhyggjurnar, stressið og kvíðinn þér í því að forma og ákveða markmið og stefnu sem væri lausnamiðuð og til heilla fyrir alla?
- Þú getur farið þína leið til að efla þig í starfi og í öllu því sem þú þarft eða vilt taka þér fyrir hendur.
- Markþjálfun er 100% trúnaðarvinna á milli þín og markþjálfans.
Mig langar að fara í gegnum námskeiðið - eru einhver þátttökuskilyrði?
Svar: Nei, ekki önnur en þau að hafa lesið vel kynningarnar á námskeiðinu og fundið að þú átt erindi á námskeiðið. Þá getur þú skráð þig og gengið frá greiðslu námskeiðsgjaldsins.
Blómstraðu, laus við kvíðann!
6 vikna hópnámskeið á netinu
- 6 vikna hópnámskeið á netinu – þannig að þú getur tekið þátt hvar sem þú ert stödd á Íslandi, já eða erlendis.
- Námskeiðsgögn send í upphafi hverrar viku, 6 – 7 textar sem fjalla um ákveðin grunnþemu ásamt verkefnum.
- Í hverri viku 90 mín. hópkennsla kl. 20 – 21:30 að ísl. tíma. Þar fjallar Jóna Björg um efni vikunnar og þátttakendur vinna hluta af verkefnunum. Kennt í um 60 mín. og síðan er tími fyrir spurningar/svör og einnig boðið upp á að skoða einstaka kvíðaefni frá þátttakanda sem þess óskar („hot seat„) og nýtist þá líka öllum hinum í hópnum.
- Þátttakendur nýta síðan efnið og verkefnin út frá eigin persónulegum aðstæðum.
- Tveir 60 mín. 1:1 markþjálfunartímar (PCC markþjálfun).
- Lokaður hópur á Facebook þar sem hægt er að leggja fram spurningar eða tjá sig um málin.
- Frjálst að senda fyrirspurnir í netpósti varðandi efni námskeiðsins á meðan að á námskeiðinu stendur. Mörg starfsmannafélög og stéttarfélög veita fólki sínu fjárhagslegan stuðning til að sækja ýmis konar námskeið. Kannaðu hvort þú getir nýtt þér slíkan stuðning.
Hér er um að ræða vandað og faglegt námskeið.
Fjárfesting fyrir þátttöku í hópnámskeiðinu er kr. 139.000
Fjáfesting fyrir þátttöku á einkanámskeiði er kr. 256.200.-
Dæmi um umsagnir þátttakenda hjá Jónu Björgu Sætran ...