Kvíði er bara tilfinning

Kvíði er hluti af flóru tilfinninga okkar. Kvíði og kvíðatilfinningar geta reynst okkur vel þegar þær varna því að við tökum of mikla áhættu, gerum eitthvað sem gæti jafnvel reynst okkur lífshættulegt. Við ættum því í raun að fagna því að geta upplifað kvíða, við eigum til að gleyma því að það er ekkert sjálfsagt að geta upplifað tilfinningar.

Að vera í forsvari fyrir fyrirtæki eða það að bera ábyrgð á rekstri í einhverju formi, krefst mikillar orku og einbeitingar. Þetta á við hvort sem við erum að byggja upp starfsemi, stjórna fyrirtæki, erum með mannaforráð eða erum að prófa okkur áfram með draumana okkar.

Ef mikið álag eða stress verður viðvarandi er hætt við að það leiði af sér enn meira stress og síðan kvíða og jafnvel slæmra kvíðakasta.

Ég tel að við konur séum sérstaklega viðkvæmar fyrir því að hið mikla áreiti þróist yfir í kvíða, því við erum svo gjarnar á að ætla okkur að láta allt ganga upp, óháð vaxandi álagi og streitu. Konum er líka tamt að hugsa alltaf fyrst um þarfir annarra áður en við hugum að því hvað við ættum að vera að gera fyrir okkur sjálfar, þú ferð að vanrækja eigin þarfir, þú hættir að huga að eigin vellíðan. Það er kannski réttara að orða það þannig að slíkt fer hreinlega framhjá þér, þú nærð ekki að leiða hugann að því, þú ert á bólakafi í öðrum hugsunum sem eru í forgangi á meðan þú ert að ná lygnum sjó í því sem þú ert að vinna við. Gæðastundirnar þínar hreinlega gufa upp.

.Ýmislegt fer að vaxa þér í augum sem annars væri á engan hátt erfitt eða ógnvekjandi.

Stress er viðbragð líkamans við aðstæðum sem vekja upp óöryggi, ugg eða smá hræðslu. Það er ekki ólíklegt að þú hafir lent í því að þurfa að leggja fram eitthvað efni á fundi eða þurft að halda kynningu sem þú hafðir ekki náð að undirbúa þig nægilega vel fyrir. Þú ert full af óöryggi til að byrja með en einhvern veginn bjargast þetta, þú kemst nokkurn veginn skammlaust út úr aðstæðunum en þú ert samt ekki sjálf sátt við frammistöðuna.

Við getum líka fundið fyrir miklu óöryggi og orðið mjög taugaóstyrkar ef við vitum að við þurfum að leysa af hendi verkefni sem við vitum að við erum ekki færar um að gera þokkalega vel. Nætursvefninn okkar verður fyrir áhrifum af þessu hugarangri, við liggjum andvaka, matarlystin hverfur og einbeitingin okkar verður hverfandi lítil. Kvíðinn fer að segja til sín.

Eftir því sem kvíðinn vex fara neikvæðu hugsanirnar okkar að ná yfirhöndinni og við getum bara hugsað um það allra versta sem við teljum að geti gerst. Þér fer að líða illa, etv færðu í magann, þér verður óglatt eða kastar upp. Þegar við upplifum verulega mikið stress í lengri tíma getur margt farið úrskeiðis. Kvíðahugsanir taka yfir alla aðra hugsun og hafa áhrif á hugsunanir okkar, framkomu okkar, gleði og athafnir. Þá þurfum við að passa vel upp á framkomuna, það sem við segjum (eða látum ósagt) og það sem við gerum (eða látum ógert).

Ef þú berð mikla ábyrgð í starfi þínu gagnvart öðrum, þá þarftu samt stöðugt að passa upp á að hafa góða yfirsýn yfir alla starfsemina. Til að allt geti gengið vel, þá er nauðsynlegt fyrir þig að halda ró þinni og yfirvegun, þrátt fyrir mikla spennu.

Hvers virði væri það þér að yfirvinna kvíðann þinn?
Þú hefur tækifæri til þess núna á næstu vikum og mánuðum því það er það sem við vinnum með á 6 vikna net námskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“. Gefðu þér gæðastund og lestu í gegnum efnið á www.blomstradu.is og farðu í gegnum ókeypis vinnuskjalið og ókeypis rafbókina sem þú getur halað niður af www.blomstradu.is

p.s. Hvernig tilfinning heldur þú að það væri að vera laus við kvíðann?

Hvaða áhrif hefði það á frammistöðu þína varðandi verkefni sem bíða þín í dag – já og síðar í vikunni – seinna á árinu – já og þegar þú þarft að taka miklar og ábyrgðarmiklar ákvarðanir?
Er eftir einhverju að bíða? Er nokkuð betra að leyfa frestunaráráttunni að sannfæra þig um að þú ætlir að vinna í þessu seinna, yfirvinna kvíðann seinna þegar þú hefur meiri tíma, fara þetta árið bara „á hnefanum“ eins og sagt er?

Er eitthvað vit í því? Lífið er núna! Blómstraðu í einkalífi og starfi! Njóttu þess að vera þú!
Kynntu þér 6 vikna námskeiðið „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ á www.blomstradu.is

Bestu kveðjur – farðu vel með þig

Jóna Björg Sætran, M.Ed., PCC markþjálfi

jona@blomstradu.is
Námstækni ehf.

Tengt efni