LESTU ÞETTA VEL EF ÞÚ VILT LOSA ÞIG VIÐ ÁHYGGJUR, STRESS OG KVÍÐA.

Finnur þú oft fyrir kvíða? Færðu stundum kvíðakast þegar þú lendir í óþægilegum aðstæðum?

Á „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ (6 vikna master class) getur þú lært að vinna með kvíðann þinn þannig að hann hamli þér ekki lengur.

Næsta hópnámskeið:

 • 2. september – 11. október  2024 
  Það eru aðeins 4 til 6 konur á hverju hópnámskeiði.

Einkanámskeið eru líka í boði.

 • Hvenær finnur þú kvíða?
 • Kannast þú við svefnlausar nætur vegna kvíða fyrir næsta degi? 
 • Fyllist þú kvíða þegar þú ert að fara að hitta ákveðinn einstakling?
 • Fyllist þú kvíða þegar þú veist að þú þarft að halda kynningu í vinnunni – og tilkynnir veikindi á síðustu stundu?  

Þetta þarf ekki að vera svona.
Lífið er núna! Þú átt að fá að njóta þín og blómstra!

Það er hægt! 
Þú getur unnið þig út úr kvíða og það þarf ekki að vera eins erfitt og þú gerir þér hugsanlega í hugarlund. 

Drögum úr áhrifum kvíða

Það gerist alltof oft að hugsanir okkar lenda í einhverskonar hugsanaflækjum þegar við festumst í neikvæðum hugsunum sem draga úr okkur kjark.

Þetta ferli er oft kallað „kvíðahringurinn“. Eitthvað gerist sem veldur því að við verðum óöruggar og hálfpartinn týnum sjálfstraustinu í neikvæðum hugsunum, sem kaffæra kjarkinn til að gera það sem hugur okkar stóð til. Hugsun okkar verður óskýr, við finnum fyrir sívaxandi óöryggi í aðstæðunum. 

Hugsanlega segjum við þá eitthvað sem við hefðum betur látið ósagt, eða þá að við þegjum þunni hljóði og sjáum svo eftir því síðar að hafa ekki sagt neitt. Í þessum aðstæðum erum við ekki að sýna okkar bestu hliðar.  Kannast þú við að hafa lent í þessu? 

Við þurfum að kynnast kvíðanum okkar betur. Þegar okkur tekst að skilja kvíðann, getum við unnið í að draga úr honum mátt og að lokum hverfa áhrif hans. Við losnum við kvíðatilfinninguna!

Jákvæðni og áræðni Jákvætt hugarfar

Ég er viss um að þú hefur reynslu af því, að það skipti máli með hverskonar hugarfari þú nálgast erfið verkefni. 
Þegar þú tekst á við verkefnið með opnum huga og jákvæðni, þá gengur almennt betur að finna góðar lausnir. 

Vaxandi sjálfstraust, meiri sjálfsvirðing og vilji þinn til að breyta aðstæðum þínum til hins betra, hjálpa þér til að uppgötva meiri færni og fleiri möguleika. Þú gerir þér betri grein fyrir því en áður hvers þú ert megnug. 

Þú getur það sem þú vilt! 

Þegar við viljum ráða niðurlögum kvíðatilfinninga, þurfum við að geta gert okkur grein fyrir því hvað veldur kvíðanum og hvað kemur honum af stað í einstaka tilvikum. Sú vinna krefst áræðni því stundum þurfum við að fara í smá skoðun á tilfinningalegri líðan okkar.

Á námskeiðinu „Blómstraðu laus við kvíðann!“ er þess vegna unnið að því að efla sjálfstraustið, eldmóðinn og framtíðarsýnina samhliða því að ná að yfirstíga kvíðann.  Sjálfstraustið vex þá ósjálfrátt með hverri viku.  

Til að tryggja sem bestan árangur þinn á námskeiðinu, eru auk kennsluefnis og verkefna hverrar viku, sem unnið er undir stjórn leiðbeinanda, einkatímar í markþjálfun innifaldir í námskeiðinu. 

Burt með kvíðann!

Þú getur upplifað mikinn kvíða í aðstæðum sem öðrum líður  vel í.  Bestu vinkonu þinni getur liðið alveg hræðilega illa og fengið kvíðakast í aðstæðum sem þú finnur ekki neinn kvíða gagnvart.

Við megum aldrei draga kvíða annarra í efa.

Kvíðinn getur hellst yfir okkur allt í einu, þegar við lendum í ákveðnum aðstæðum sem okkur þykja óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi. Kvíðinn getur líka verið að krauma í lengri tíma innra með okkur og stigmagnast.

 • Við festumst í hringiðu erfiðra hugsana, lendum í að ofhugsa aðstæður með neikvæðum hætti, hræðumst að allt fari á versta veg.
 • Við óttumst að okkur verði á mistök með slæmum afleiðingum. 
 • Við hættum við að gera það sem hugur okkar stendur til. 

Er ekki komið nóg af slíku? Þú getur breytt þessu!

Kveðjum kvíðann og óttann um hugsanleg mistök, látum slíkt ekki stoppa okkur lengur, njótum okkar betur.

Á námskeiðinu „Blómstraðu laus við kvíðann!“ lærir þú aðferðir til að draga úr kvíða og þú æfir þig (undir leiðsögn reynds PCC markþjálfa sem vinnur einnig með Hugræna atferlismeðferð, HAM) í að skoða eigin kvíðatilvik til að skilja betur hvað olli eða veldur kvíðanum. 

Burt með kvíðann!

Mörgum konum reynist erfitt að losa sig við kvíðann sinn án aðstoðar.
Það er ótal margt sem getur valdið okkur kvíða og það er mjög einstaklingsbundið við hvaða aðstæður við finnum fyrir kvíða.

Þú getur upplifað mikinn kvíða í aðstæðum sem öðrum líður  vel í.  Bestu vinkonu þinni getur liðið alveg hræðilega illa og fengið kvíðakast í aðstæðum sem þú finnur ekki neinn kvíða gagnvart.

Það er eitt sem við skulum alltaf hafa í huga; Við megum aldrei draga kvíða annarra í efa.

Kvíðinn getur hellst yfir okkur allt í einu, þegar við lendum í ákveðnum aðstæðum sem okkur þykja óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi. Kvíðinn getur líka verið að krauma í lengri tíma innra með okkur og stigmagnast.

Birtingamyndir kvíða eru ótal margar. Líkamleg og andleg vanlíðan getur orðið mikil og farið stigvaxandi á meðan við erum fastar í hringiðu erfiðra hugsana.  Okkur er mikilvægt að geta rofið þetta hringferli, við þurfum að komast út úr kvíðahringnum.

Þegar við gerum okkur grein fyrir því hvað kemur kvíðaferlinu af stað, þá verður auðveldara að ráða við kvíðann og að koma sér út úr honum. Þá getum við unnið að því að sleppa takinu á kvíðanum.

­Þegar við áttum okkur á því sem er að gerast; hvernig okkur líður líkamlega og andlega þegar við finnum fyrir kvíðanum – og líka hvað hefur verið að gerast í kringum okkur á þeirri stundu, þá getum við betur skilið hvers vegna sumar aðstæður eru okkur ógnvekjandi.

Þá skiljum við líka betur, hvers vegna við hættum við að vinna að draumunum okkar og hvað veldur því að við óttumst að okkur muni mistakast.

Er ekki komið nóg af slíku? Þú getur breytt þessu!

Kveðjum kvíðann og óttann um hugsanleg mistök, látum slíkt ekki stoppa okkur lengur, njótum okkar betur.

Blómstrum og njótum þess að vera við! 

 Upprætum kvíðann! 

Hvað veldur kvíðanum þínum?

Hugsun er bara hugsun en byggir ekkert endilega á einhverjum staðreyndum.

 • Upplifir þú oft mikið áreiti,
 • verður hugsanlega óþarflega æst,
 • finnur fyrir óöryggi eða jafnvel ótta yfir því hvað geti orðið?
 • Finnur þú fyrir miklum kvíða vegna óþægilegra aðstæðna sem þú ert í eða þú óttast að lenda í?
 • Hvernig líður þér þegar þú stendur frammi fyrir erfiðu verkefni sem þú ert sannfærð um að geta ekki leyst óaðfinnanlega?
 • Hvað gerir þú í dag til að koma þér úr slíkum aðstæðum með jákvæðum hætti?

Þegar við þurfum að greiða úr erfiðum hugsanaflækjum er gott að geta nýtt sér aðferðafræði HAM (Hugrænnar atferlismeðferðar) til að ná betur áttum og kafa svo enn dýpra í þínar eigin aðstæður með faglegri og vandaðri markþjálfun

 

Komdu sæl og vertu velkomin á vefinn minn „Blómstraðu“.

Ég heiti Jóna Björg Sætran, ég er menntunarfræðingur og markþjálfi PCC (Professional Certified Coach), ég bý á Íslandi, en vinn alþjóðlega með skjólstæðingum mínum í gegnum netið.
Í allri minni vinnu með skjólstæðingum mínum eru einkunnarorðin mín ávallt þau sömu: „Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú!

Á undanförnum 25 árum hef ég aðstoðað fjölmarga einstaklinga, konur og karla, fólk í fyrirtækjarekstri, frumkvöðla og í ýmsum störfum, yfirmenn sem starfsfólk, við að

 • efla sjálfstraust sitt,
 • efla samskiptafærni
 • vinna að markmiðum (sameiginlegum markmiðum hópa og persónulegum eigin markmiðum) og
 • ná taki á kvíðatilfinningum.

Markmið mitt er að aðstoða þig við að ná að blómstra og njóta þín.  Hér á þessum vef er ég að kynna þér öflugt námskeið „Blómstraðu laus við kvíðann!“ sem miðar sérstaklega að því að hjálpa fólki við að ná að losa sig við kvíðatilfinningar. 

 

 

Komdu sæl og vertu velkomin á vefinn „Blómstraðu laus við kvíðann“

Ég heiti Jóna Björg Sætran, ég er menntunarfræðingur og markþjálfi PCC (Professional Certified Coach), ég bý á Íslandi, en vinn alþjóðlega með skjólstæðingum mínum í gegnum netið.
Í allri minni vinnu með skjólstæðingum mínum eru einkunnarorðin mín ávallt þau sömu: „Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú!

Á undanförnum 20 árum hef ég aðstoðað mjög margar konur; konur í fyrirtækjarekstri, frumkvöðla og konur í ýmsum störfun, við að efla sjálfstraustið sitt og ná taki á kvíðatilfinningum.

Markmið mitt er að aðstoða þig við að ná tökum á kvíðatilfinningunum þínum þannig að þú getir náð að blómstra og njóta þín. Eftir því sem þú kemst nær því að skynja og skilja hvað kemur kvíðatilfinningunum af stað, þá kemstu líka stöðugt nær því að róa kvíðatilfinningarnar og draga verulega úr áhrifum þeirra, þannig að þær hafa ekki lengur áhrif á þig.

 

Eftir að hafa hjálpað svo mörgum við að yfirstíga kvíða, má segja að sérsvið mitt nú sem markþjálfa sé orðið kvíðaleysis markþjálfun, á ensku „the anxiety free coach“, í merkingunni, markþjálfinn sem hjálpar þér við að láta kvíðann þinn hætta að hafa áhrif á þig. Megináhersla mín þegar ég vinn með þátttakendum á „Blómstraðu laus við kvíðann!“ er að hjálpa fólki við að róa kvíðann sinn, draga smá saman úr honum allan kraft þannig að fyrri áhrif hans hverfi og viðkomandi geti betur notið sín til fulls.

ATH! Ef þú ert haldin daglegum og mjög miklum kvíða og upplifir depurð og hryggð innra með þér, þá hvet ég þig eindregið til að leita til læknis, sálfræðings eða geðlæknis. Stundum þarf að nota lyf til að komast yfir versta kvíðann og þá er mikilvægt að farið sé í einu og öllu eftir ráðleggingum lækna.


Skoðaðu þig um hér á vefnum. Hér má finna bæði ókeypis vinnuskjal og ókeypis 20 bls. rafbók sem hægt er að hlaða niður af vefnum.
Það er tilvalið að nýta sér það og byrja að vinna þannig markvisst í sínum málum. 

Ég get ekki lofað því að eftir vinnuna með mér munir þú aldrei finna aftur fyrir kvíða.  Það væri einfaldlega rangt, óraunhæft og útilokað að gefa slíkt loforð.
Hinsvegar er ég sannfærð um að þegar þú nærð að skilja kvíðann betur, hvers vegna kvíðinn fer af stað og hvernig, þá munir þú finna að ýmsar aðstæður sem hafa áður kallað fram kvíða hjá þér, gera það ekki lengur og aðrar aðstæður muni alls ekki valda eins miklum ugg hjá þér og áður. Það er magnað þegar hægt er að létta svo um munar á kvíðanum. Þá er hægt að slaka á og njóta betur.  

Skilja, róa og sleppa kvíðanum

Til að hjálpa þér við að taka fyrstu skrefin í átt að markmiðinu; að finna ekki fyrir kvíða í ákveðnum aðstæðum, þá langar mig að bjóða þér að fara í gegnum ókeypis verkefni á vinnuskjali frá mér, sem ég tel að geti hjálpað þér að komast í gang með að losa þig við kvíða. Verkefnið er einfalt, en getur reynst vel. Þú getur hlaðið vinnuskjalinu með verkefninu niður hér á síðunni.

Aðferðin sem verkefnið í vinnuskjalinu byggir á, er af flestum talin auðveld – og hún getur fært þér góðan árangur. 

Í verkefninu ertu beðin um að rifja upp aðstæður sem hafa kallað fram mikinn kvíða hjá þér. Þú svarar sex spurningum og skrifar svörin hjá þér.

Gefðu þér nú  smá tíma útaf fyrir þig til að hlaða niður vinnuskjalinu frá mér, Jónu Björgu Sætran, markþjálfanum sem vill hjálpa þér við að efla þig og styrkja og losna í leiðinni undan oki kvíðatilfinninga

 

Ef þér líst vel á það sem þú ert búin að sjá af efninu mínu og þig langar að vinna meira í að losa þig við kvíðatilfinningar, þá ætla ég bjóða þér að hlaða líka niður ókeypis rafbók frá mér, þú sérð hana hér fyrir neðan:

ÓKEYPIS RAFBÓK:
Jóna Björg Sætran; 7 skref í áttina að því að elska lífið á ný laus við kvíðann.

Lærðu einfaldar aðferðir til að hafa áhrif á kvíðalausa framtíð.

Lærðu einfaldar aðferðir til að bera kennsl á hvað það er sem kveikir á kvíðatilfinningunum þínum.

Lærðu einfaldar aðferðir til að efla sjálfstraustið þitt.

Lærðu einfaldar aðferðir til að elska lífið og að vera laus við kvíða. 

Lærðu einfaldar aðferðir til að sigrast á kvíðanum þannig að kvíði hætti að hafa áhrif á daglegt líf þitt.

Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélaginu þínu?
Það er tilvalið að kanna hvort stéttarfélag sem þú tilheyrir veiti félögum sínum styrk til að sækja námskeiðið. Hægt er að fá senda lýsingu frá okkur í Námstækni ehf. á námskeiðinu ef slík lýsing þarf að fylgja styrkumsókn. 

Langar þig til að fá að vita meira um námskeiðið, „Blómstraðu, laus við kvíðann!“?

Þegar þú losnar undan oki margra kvíðatilfinninga myndast rými fyrir jákvæða og spennandi hluti.

"Hentar námskeiðið líka frumkvöðlum, ofur mömmum og konum í erfiðisstörfum?"

SVARIÐ ER EINFALT: JÁ!

Það reynir á mikinn kjark, úthald og áræðni að reka blómstrandi fyrirtæki. Þú verður hreinlega að elska starfið, því þú leggur alla þína krafta í það.

Í raun og veru þarftu að vera eins og örninn sem svífur hátt í lofti til að fá góða yfirsýn. Þú verður stöðugt að vera á varðbergi og fylgjast vel með öllu þáttum rekstrarins til að geta forðast alla hnökra og holskeflur áður en slíkt myndi annars skella á. Reksturinn þarf að geta gengið áfallalaust.  

Þú vilt komast hjá því að áhyggjur þínar þróist yfir í kvíða og þú vilt geta losað þig við gömlu kvíðatilfinningarnar.

Ef til vill þarftu að breyta áherslum þínum þannig, að þú forgangsraðir verkefnum þínum á annan hátt, til að þú náir að njóta meiri frítíma með fólkinu þínu.

Það er ekki síður krefjandi að vera frumkvöðull. Þú ert ekki enn komin þangað sem þú vilt vera, en ert þó búin að sýna mikla áræðni í að vinna að því að láta drauma þína rætast, að byggja upp þitt eigið. Það getur reynt á þolinmæðina en ekki gefast upp, byggðu upp kjarkinn og þorið, efldu sjálfstraustið, samhliða þeim sem eru komnir skrefinu lengra.

Konur í fyrirtækjarekstri eru oft einnig að sinna uppeldi barna og það að sjá um heimili og börn er líka oft mjög krefjandi og þegar áhyggjur og streita fara vaxandi, getur kvíði farið að gera vart við sig. Þetta á við allt langvarandi áreiti, mikil langvarandi þreyta og áhyggjur þróast oft út í kvíða. 

Það er sama við hvað þú starfar, kvíði er alltaf erfiður viðfangs og veldur mikilli vanlíðan. Það er öllum brýnt að vinna með kvíðann sinn og við megum aldrei efast um mögulegan kvíða hjá öðrum. Konur reyna oft að dylja kvíða sinn og það er aldrei gott til lengdar. 


Fjárfestu í betri líðan,  fjárfestu í sjálfri þér. 

Elskaðu lífið á ný! Blómstraðu í einkalífi og starfi. Njóttu þess að vera þú!

Þegar þú skráir þig á námskeiðið þá getur þú verið þess fullviss að við sem stöndum að námskeiðinu munum aðstoða þig eftir megni. Þinn árangur er um leið okkar árangur. 

Jóna Björg vill hjálpa þér til að gera þér grein fyrir því:

 • hvernig framkoma þín og hegðun stjórnast oft af tilfinningum þínum
 • hvernig ýmislegt í umhverfinu getur haft áhrif á tilfinningar þínar, það getur verið eitthvað sem þú sérð, heyrir eða upplifir á annan hátt og

 • hvernig sjálfsálit þitt, sjálfsvirðing, sjálfsöryggi og hamingja verður oft fyrir áhrifum af því sem þú gerir eða segir.

Þetta virkar líka á hinn veginn, þ.e. þessir þættir hafa líka áhrif á framkomu þína eftir líðan þinni hverju sinni. Allt þetta getur haft áhrif á kvíða og kvíðatilfinningar og ekki síður á það að komast yfir kvíða.

Dæmi um hvað fyrri þátttakendur hjá Jónu Björgu segja:

Nýlegar greinar & fræðsla

Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann!

Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann!

Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann! Þegar álag eykst og áreitið í kringum þig heldur svo enn áfram að hlaðast upp, þá getur auðveldasta svarið þitt

Kvíði er bara tilfinning

Kvíði er bara tilfinning

Kvíði er hluti af flóru tilfinninga okkar. Kvíði og kvíðatilfinningar geta reynst okkur vel þegar þær varna því að við tökum of mikla áhættu, gerum eitthvað sem gæti jafnvel reynst

Áttu þér vel falið leyndarmál? Kvíðann þinn!

Áttu þér vel falið leyndarmál? Kvíðann þinn!

Kvíði getur birst við allskonar aðstæður. Ef til vill eru einhverjar ákveðnar aðstæður sem kalla alltaf fram kvíða hjá þér, eitthvað sem þú þarft að gera, ákveðinn aðili sem þú