Bókaðu einkatíma í markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran, PCC markþjálfa

Einn stakur vandaður markþjálfunartími getur haft afgerandi áhrif á það sem þig vantar að ná utan um, vantar að ná að skilja betur. 

„Hvað þætti þér mikilvægast akkúrat núna að vinna með í markþjálfunartímanum sem myndi hjálpa þér til að ná að vera sú sem þú vilt vera, koma fram eins og þú vilt koma fram?

„Hvað má bjóða þér að taka fyrir í tímanum í dag?“

Faglegir og vandaðir markþjálfunartímar geta haft mögnuð áhrif til að hjálpa aðilanum sem kemur í markþjálfunina, markþeganum, til að finna sín eigin svör við því sem markþeginn er að fást við.

Þetta getur átt við hvað sem er, t.d.

 • að finna eigin lausn að erfiðum og flóknum verkefnum,
 • að efla sjálfstraustið,
 • gera sér grein fyrir gildum sínum og hæfileikum,
 • finna stefnuna að markmiðum sínum,
 • auka félagslega færni,
 • efla samskiptafærni,
 • greiða úr hugsanaflækjum o.m.fl.


Markþjálfunin er 100% trúnaðarvinna.

Til að ná einbeitingu byrjum við tímann á einföldum öndunaræfingum og slökun (ca 1,5 – 2 mín.). 

 • Þú velur hvað þú vilt ræða í markþjálfunartímanum. (Sjá dæmi hér ofar.)
 • Síðan nota ég ákveðna spurningatækni sem hjálpar þér til að hugsa dýpra um efnið og sjá mögulega mun fleiri fleti á því en þér hafði áður dottið í hug.

Það er hálf ótrúlegt hvað einn markþjálfunartími getur opnað þér mikla möguleika í málum þar sem þér þóttu áður öll sund vera lokuð. Best er að taka nokkra markþjálfunartíma, t.d. 1 pr. viku. (Það er einnig hagstæðara varðandi kostnað.)

Hvernig getur markþjálfun gagnast mér?

Fagleg markþjálfun getur til dæmis auðveldað þér að:

 • finna hvað skiptir þig í raun og veru mestu máli
 • gera gildin þín meira áberandi í daglegu lífi
 • uppgötva eigin færni og hæfileika
 • skynja möguleika þar sem virtist vera tóm
 • finna jákvæðar skapandi lausnir á málum
 • hugsa dýpra og finna eigin svör
 • skapa bjartari framtíðarsýn
 • finna lausnir í möguleikavíddinni
 • o.m.fl.

Hér eru 10+ ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að velja mig, Jónu Björgu Sætran, M.Ed., PCC markþjálfa (Professional Certified Coach),  sem markþjálfann þinn og fyrir þig til að taka þátt í námskeiðinu mínu, „Blómstraðu, laus við kvíðann!“, master class.

Skráðu þig í einkatíma í markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran, PCC markþjálfa. Þú getur valið um stakan tíma eða að kaupa 2, 4, 6 eða 10 tíma í einum pakka. Verð pr. tíma því allt frá kr. 9.800 (í 10 tíma pakka). Uppgefin verð miðast við einstakling.

Hvað tákna PCC ?

Merkingin PCC markþjálfi, Professional Certified Coach, táknar að ég hef að baki faglegt nám í markþjálfun, grunnnám og framhaldsnám, sem er viðurkennt af alþjóðlegu markþjálfunarsamtökunum The International Coach Federation

Þetta leggur um leið ákveðnar faglegar skyldur á mig sem markþjálfa, mér ber að virða faglegar kröfur ICF og vinna samkvæmt siðareglum samtakanna og gildum.

Ef ég af einhverjum ástæðum skynja í markþjálfunarsamtali okkar að þú ættir frekar að sækja tíma hjá faglegum sérfræðingi á öðru sviði eða lækni, þá læt ég þig vita og við stöðvum þá markþjálfunartímann.

Dæmi um umsagnir fyrri þátttakenda hjá Jónu Björgu Sætran

Ég er mjög ánægð að hafa tekið þátt í markþjálfun hjá Jónu Björgu Sætran. Það hefur gefið mér mikið m.a. að setja mér markmið og framkvæma þau. Koma því í orð sem hvílt hefur á mér og það eitt og sér losar um böggul innra með mér sem ég hef losað mig við. Vera meðvituð um að setja mig í fyrsta sæti og setja annað til hliðar, losa mig við bakpokann. Mikil vellíðan að hafa tekið þátt í markþjálfuninni.

S.N.

Ég er ný byrjuð í nýju starfi og var að takast á við mjög krefjandi verkefni. Verkefnið gekk ágætlega en ég fylltist miklu óöryggi og og miklum kvíða og ég vildi helst sleppa við þetta verkefni. Ég var farin að missa svefn og átti erfitt með að skilja vinnuna eftir í vinnunni. Ég átti fund með Jónu Sætran tengt þessu verkefni og hún sá strax hversu kvíðin ég var. Ég ákvað á þessum fundi að fara í Markþjálfun hjá henni. Eftir fyrsta tímann, ótrúlegt en satt þá hvarf kvíðinn. Ég hef hitt marga fagaðila í gegnum tíðina en ég hef aldrei losnað við kvíða á svona stuttum tíma. Yfirleitt hefur það tekið nokkra mánuði og jafnvel ár. Ég hélt áfram í Markþjálfun hjá Jónu og líkar mjög vel. Nú tekst ég á við þetta verkefni með bros á vör og hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Einnig hef ég náð betri tökum á að skilja vinnuna eftir í vinnunni og sef betur. Þar af leiðandi finnst mér ég vera betri starfsmaður en áður. Mér finnst að markþjálfun ætti að vera í boði á öllum vinnustöðum. Ég mæli 100% með markþjálfun hjá Jónu Sætran.

B.P.

Jóna, takk kærlega fyrir að hafa tekið mig í markþjálfun því það opnaði huga minn fyrir því hvað ég vil fá út úr lífinu og hvað ég get losað mig við úr því (neikvætt). Gaman var hvað ég áttaði mig á því að ég get stjórnað mínu lífi með einföldum aðferðum markþjálfunar og hvað það breytti hugsanahætti mínum til hins betra. Þetta mun ég nota í framtíðinni, ekki spurning. Ég mæli með markþjálfun fyrir alla.

N.N.

Þér stendur til boða ókeypis (og án skuldbindinga) gestaaðgangur á hluta af viku 1 á 6 vikna námskeiðinu "Blómstraðu, laus við kvíðann!"

Á meðan þú ert með gestaaðgang (án skuldbindinga) í viku 1, á 6 vikna námskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“, getur þú nýtt þér verkefni varðandi erfiðar tilfinningar sem geta þróast út í stress og síðan orðið að kvíða. Þú færð einnig smá innsýn í:   

hversu fljótlegt það getur verið að byrja að vinna með erfiðu kvíðatilfinningarnar þínar. 

hvað þú þarft að gera til að skilja kvíðaferlið betur.

að þú getur haft mikil áhrif á það hvernig líf þitt þróast. Þú getur tekið eigin ákvarðanir um svo margt sem hefur áhrif á það hvernig framtíðin þín verður.

Þetta 6 vikna námskeið á netinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“, master class, ásamt tveimur markþjálfunartímum og vikulegum stuðningi Jónu Bjargar Sætran PCC markþjálfa, er AÐEINS fyrir konur sem eru alveg ákveðnar í að nýta sér námskeiðið til að ná sem bestum árangri á styttsta mögulega tíma, 6 vikum.

Fyrsta „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ námskeiðið árið 2023 hefst mánudaginn 9. janúar og lýkur sunnudaginn 19. febrúar. 

Þú getur líka valið að taka námskeiðið á dagsetningum sem þér henta betur. 

Það er sama verð á námskeiðunum, kr. 84.000.-

Námskeiðið er aðgengilegt á símaappi, á tölvu og á spjaldtölvu.