Jóna Björg Sætran býður upp námskeið og markþjálfun á netinu

"Blómstraðu, laus við kvíðann!" "master class" 6 vikna námskeið eða á þínum eigin hraða.

Á þessum 6 vikum fara þátttakendur í gegnum  ákveðið ferli til að byggja upp sjálfstraustið og sjálfsmatið auk samskipta- og félagsfærni, til að auka vellíðan og gleði, efla sig á ýmsan hátt til að eiga auðveldara með að ná tökum á kvíða, róa hann og draga úr áhrifum hans,  þannig að kvíðinn hætti að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf viðkomandi. Þá er hægt að njóta sín betur. 

Oft á tíðum eru það margskonar hugsanaskekkjur sem festa hugann í hringiðu neikvæðra hugsana. Því er mikilvægt að geta nýtt sjálfsstyrk sinn til að breyta hugsanaferlinu og ná þannig tökum á hugsunum sínum, umbreyta neikvæðum og erfiðum hugsunum yfir í jákvæðari mynd, finna möguleikana til að ráða við fyrirliggjandi verkefni af öryggi.  

Þú getur tileinkað þér þetta!

Jóna Björg hannaði þetta námskeið í þeim tilgangi að geta sýnt þér fram á að þú getur lært að vinna þannig með kvíðann þinn, að þegar hann læðist að þér, þá vitir þú hvernig best er að bregðast við, þannig að þú haldir áfram þínu striki, í stað þess að kvíðinn stoppi þig af eða valdi þér ómældu hugarangri.

Námskeiðið er byggt á grunni aðferðafræða markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar auk árangursfræða.

Hingað til,  þ.e. sl. 20 ár, hafa námskeið Jónu Bjargar þar sem unnið er með sjálfseflingu og kvíðastjórnun verið með öðru formi, þ.e. ýmist staðbundin eða í styttra formi (4 vikur) sem netnámskeið. 

Kvíði birtist í mörgum myndum og ástæður hans geta verið ótal margar. 
Erfiður kvíði getur t.d. tengst samskiptum við fólk sem kemur ekki vel fram við þig. Þegar þú eflir sjálfstraust þitt, sjálfsmat og sjálfsvirðingu og grandskoðar áhrif ákveðinnar persónu á þig, þá skilur þú betur hvað þessi einstaklingur dregur mikið úr þér kjark, orku og gleði. Þá áttu líka auðveldara með að skynja hvað það er í fari viðkomandi sem kemur kvíðanum af stað.  Þegar þessir þættir raðast saman, þá eflir það þig enn meir til að ná að yfirstíga kvíðann sem tengist þessum samskiptum. Það er enginn ástæða til að leyfa slíkt ofbeldi, hvorki líkamlegt eða andlegt.

Það hefur ENGINN rétt á því að koma leiðinlega fram við þig!

Erfiður kvíði getur einnig tengst því, að okkur vex í augum það sem við verðum að gera en höfum ekki trú á að við getum staðið okkur vel í. 

Sambandsslit, sjúkdómar og fjárhagserfiðleikar eru líka meðal þess sem getur valdið miklum og erfiðum kvíða.

Óháð ástæðum kvíðans þé er okkur mikilvægt, að geta náð stjórn á hugsunum okkar af yfirvegun og ró til að geta komist út úr svartnætti erfiðra hugsana og kvíða, yfir í að leita jákvæðra leiða og tækifæra til vaxtar í möguleikavíddinni.

Nú er því í fyrsta sinn boðið upp á námskeiðið sem 6 vikna námskeið á netinu ásamt markþjálfun og sérstökum vikulegum stuðningi. Hér er unnið með marga uppbyggjandi þætti og ferli, allt til efla sjálfstraustið og auðvelda innsýn þína og auka  færni þína til að yfirbuga kvíðann þinn, ekki leyfa honum að hafa lengur truflandi áhrif á líf þitt.  

Skipulag námskeiða

 • í byrjun viku er opnað fyrir aðgengi að efni vikunnar en í hverri viku býðst þátttakendum að vinna með 7 – 10 verkefni.
 • Í hverri viku er unnið með ákveðið grunn þema í formi fjölbreyttra  verkefna.
 • Þegar þú ferð í gegnum verkefnin er mikilvægt að þú svarir spurningum þeirra skriflega og því er gott að hafa sérstaka stílabók til að skrifa svörin í. 

Forsenda þess að ná góðum árangri á þessum 6 vikum er, að þú farir alltaf í gegnum verkefni vikunnar og sért þannig virk í þessari vinnu, nýtir þér markþjálfunartímana tvo ásamt öðrum stuðningi og eftirfylgni sem Jóna Björg býður uppá og er innifalið í námskeiðinu.

Jóna Björg styður við þátttakendur alla leið í gegnum námskeiðið!

 • Fyrri markþjálfunartíminn er í Viku 2 (á tíma sem þér hentar)
 • Síðari markþjálfunartíminn er í Viku 5 (á tíma sem þér hentar). 
 • Jóna Björg er síðan með vikulegan stuðning á netinu í formi hópfundar eða netpósta,  þar sem hún fjallar um verkefni vikunnar. Þarna er hægt að fara saman yfir hvernig hefur gengið. Stundum er líka gott að hafa tækifæri til að tjá sig um niðurstöður verkefna. 
 • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðum hóp á Facebook þar sem er líka hægt að tjá sig um efnið, leggja fram spurningar og deila góðum hugmyndum með öðrum.  
 • Þátttakendum gefst kostur á að óska eftir umfjöllun og verkefnum um ákveðið efni og því er í Viku 6 geymt rými fyrir fjögur slík verkefni sem Jóna Björg mun taka saman út frá óskum þátttakenda. a

Hver hefur gagn af námskeiðinu "Blómstraðu, laus við kvíðann!"?

 • Ertu þreytt á því að lenda í hringiðu erfiðra hugsana?
 • Eru áhyggjur og kvíði að hamla þér frá því að njóta þín til fulls, gera það sem þú þarft að gera eða langar til að gera?
 • Áttu annríkt og vilt nýta tímann þinn vel?
 • Ef þú myndir fjárfesta í sjálfri þér og fara í gegnum námskeiðið „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ myndir þú þá gefa sjálfri þér daglega ca. 40 mín. til að vinna verkefni vikunnar, allar 6 vikurnar? 
 • Myndir þú nýta þér markþjálfunartímana tvo með Jónu Björgu Sætran og annan  þann stuðning og eftirfylgni sem hún býður upp á varðandi námskeiðið?

Ef  þú hefur svarað þessum spurningum játandi, þá á námskeiðið að geta nýst þér vel. 

Markmið Jónu Bjargar með námskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ er m.a. að sýna þér;

 • hvernig þú getur yfirunnið kvíðatilfinningar svo þær hamli þér ekki lengur
 • hvað það býr mikill kraftur innra með þér í formi öflugra hugsana og viljastyrks
 • hvernig framkoma þín stjórnast stundum af tilfinningum þínum
 • hvernig tilfinningar þínar geta auðveldlega orðið fyrir áhrifum frá ýmsum kveikjum, ýmsu sem gerist í kringum þig, einhverju sem þú sérð, heyrir, snertir eða finnur ilm af
 • hvernig þú getur bætt sjálfstraust þitt m.a. með eigin framkomu
 • hvernig þú getur nýtt þér áhrifamátt hugsana þinna til að bæta eigin sjálfsálit
 • hvernig góð samskiptafærni getur nýst þér til að vinna gegn leiðinlegri framkomu annarra í þinn garð
 • hvernig bætt sjálfstraust og samskiptafærni getur dregið úr félagskvíða.  

Þegar við viljum vera yfirvegaðar í framkomu og allri ákvarðanatöku, þá verðum við að geta haft stjórn á áreitinu í kringum okkur. Áreitið, sem oft er óhjákvæmilegt, getur svo auðveldlega komið okkur úr góðu jafnvægi. Það er verst, ef slíkt gerist einmitt þegar við þurfum að hafa skýra hugsun og ná að finna skapandi og gefandi lausnir á verkefnum sem við fáum óvænt í fangið.

Væri ekki frábært að geta blómstrað frekar í möguleikavíddinni?

Nú getur þú tekið ákvörðun um hvort þú viljir;

 • stíga skrefin til að ná betri stjórn á áreitinu, þannig að það þróist ekki út í kvíða
 • efla þig markvisst í að draga úr áhyggjunum, stressinu, kvíðanum
 • læra að vinna með kvíðatilfinningarnar þannig að þú getir yfirunnið þær.

Möguleikarnir í kringum þig eru svo ótal margir. Þú getur nýtt þér kraft hugsanamáttar þíns, jákvæðra hugsana og staðfestinga, til að skauta með hraði burt frá áreitinu áður en það festir hugsanir þínar í neikvæðri hringiðu.
Þetta er á meðal þess sem unnið er með á námskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“

Ef þú haldin miklum og nær stöðugum kvíða, þunglyndi eða depurð ...

Ef þú upplifir oft mjög slæm kvíðaköst, ert haldin nær stöðugum miklum kvíða, upplifir mikið þunglyndi eða depurð, þá vil ég biðja þig endilega að hafa samband við lækni, sálfræðing eða geðlækni.  Ekki ætla að gera það bara seinna. Farðu á heilsugæsluna þína og fáðu aðstoð. 
Stundum er nauðsynlegt að fá kvíðastillandi lyf og þá er algjörlega nauðsynlegt að fá þau hjá lækni sem leiðbeinir um rétta notkun. 

Ekki hika við að biðja lækna um hjálp þegar þess er þörf. Kvíði er ekkert til að skammast sín fyrir.

Það er alltaf hægt að fá aðstoð, en þú verður að láta vita að þú þurfir aðstoð og að þú viljir þiggja hana. 

Jóna Björg Sætran, M.Ed., PCC, "kvíðaleysis markþjálfinn!"

Þær eru ótal margar konurnar sem Jóna Björg hefur unnið með sl. 20 ár og aðstoðað m.a. við að efla sig til að yfirstíga áhyggjur, kviða og kvíðatilfinningar til að slíkt trufli ekki daglegt líf þeirra lengur. Það er líka þess vegna sem þátttakendur hjá henni kölluðu hana „kvíðaleysis“ markþjálfann.

Jónu Björgu langar til að hjálpa þér til að skilja hvers vegna þú verður kvíðin. Hvaðan kemur kvíðinn, hvað kveikir á honum, hvernig nærðu að róa kvíðann og hvernig nærðu að sleppa takinu á  kvíðanum?  (Við köllum það að „sleppa takinu á kvíðanum“ þegar kvíðinn er hættur að vera kvíði, við finnum enginn neikvæð áhrif frá honum lengur. 

Jóna Björg er sannfærð um  að ef þú tekur virkan þátt í námskeiðinu hennar, „Blómstraðu , laus við kvíðann!“, allar 6 vikurnar og nýtir þér markþjálfunartímana tvo með henni sem og aðra eftirfylgni hennar á meðan á námskeiðinu stendur, þá munir þú geta sagt í lok sjöttu vikunnar að þú blómstrir og að nú hafir þú eignast hóp öflugra og virkra verkfæra sem þú getur nýtt þér til að yfirstíga kvíða og jafnvel sneiða hreinlega framhjá honum. 

Lágmark ca. 40 mín. dagleg markviss og hnitmiðuð vinna á námskeiðinu með efni þess getur fært þér aukinn skilning og styrk. 

Leyfum ekki kvíðatilfinningum að ráðskast með líf okkar. 

Hvernig hljómar þetta?

Þegar þú ert virk allar 6 vikurnar á námskeiðinu mínu; "Blómstraðu, laus við kvíðann!", þá er ég sannfærð um það hjálpi þér til að ....

Námskeiðið er ákveðið ferli sem hjálpar þér til að auka innsæi þitt, efla persónulegan styrk þinn og sjálfstraust, sem þér er nauðsynlegt til að yfirvinna kvíðann þinn og geta nýtt þér það ferli áfram á árangursríkan hátt. 

Hér sérðu helstu áhersluþætti hverrar viku. 

 

Áhersluþættir og hvernig þeir geta nýst þér.

Áhersluþættir hverrar viku um sig á „Blómstraðu, laus við kvíðann!“:

Efnið nýtist þér meðal annar svona;

Tilfinningaleg líðan þín núna;

Skoðaðu hverju þú vilt breyta í lífi þínu og hvers vegna.

Vika 1 – Skref #1 
Skýrari framtíðarsýn mótuð
Hugsanaskekkjur
Almennt um kvíða
Hvernig hentar þetta mér?
Njóttu þín á ný!
Kvíðatilfinningar
Ég móta framtíðina mína
Áskoranir kvenna
Slepptu taki á kvíðanum
Ekki fela kvíðann

 • Ný skapandi hugsun í möguleikavíddinni.
 • Ánægjulegri framtíðarsýn.

Vika 2 – Skref #2 
Vítahringur kvíða
Máttur hugsana
10 fyrstu skrefin í átt að því að sleppa takinu 
Kveikjurnar
Hugsanaskráning og endurmat
Atvikaskráning og mat
Kveikjurnar
Slepptu takinu
Hvernig get ég sleppt?

 • Kveikjan skoðuð. 
 • Kvíðatilfinningarnar missa kraft.
 • Fyrstu skrefin út úr vítahring kvíða.
 • Meiri ró og betri hvíld.

Fyrri 1:1 markþjálfunartíminn.                                Þú ákveður hvað þú vilt taka fyrir.

Vika 3 – Skref #3
Æfingin skapar meistarann
Máttur staðhæfinga
Sjálfstraustið mitt
Sjálfstraustið endurheimt
Sjálfstraustið eflt
Sjálfsvirðing mín
Gildin mín

 • Það verður auðveldara að fást við kvíða.
 • Betri líðan og meira öryggi.
 • Meiri sjálfsvirðing.
 • Aukin félagsfærni.

Vika 4 – Skref #4
Flóttahegðun
Út fyrir þægindahringinn
Jákvæð hugsun
Öflug markaðssetning 
Ekki vanmeta kvíða annarra
Neikvæðni – nei takk!
3  breytingar
Forðumst kulnun
Forgangsröðun
Að segja „Nei!“ er tákn um styrkleika

 • Að fara út fyrir þægindahringinn er auðveldara en áður.
 • Takinu sleppt á því sem gagnast mér ekki lengur eða hamlar hamingju minni. 
 • Það er hægt að setja inn jákvæða, bjarta og gleðilega hugsun í staðinn fyrir neikvæða og erfiða hugsun. 
 • Kraftur öflugra hugsana eflir og styrkir.
 • Það sem í fyrstu lítur út sem erfitt verkefni getur breyst í spennandi möguleika.

Vika 5 -Skref #5
Vegatálmar
Þorðu að vera öðruvísi
Setjum jákvætt inn í stað þess sem er neikvætt
Róaðu innri ólgu
Áhrifavaldar í lífi mínu
Hreinsaðu til á netinu
Hvað ertu til í að gera?
Félagskvíði / félagsfælni en ég get þetta samt  
Góð samskiptafærni

 • Persónulegur styrkur eykst.
 • Möguleikarnir vaxa og dafna.
 • Aukin víðsýni.
 • Það er hægt að vinna sig í gegnum erfiðleika.
 • Áhyggjurnar hverfa.
 • Samskiptafærnin eykst.

Síðari 1:1 markþjálfunartíminn.                         Þú ákveður hvað þú vilt taka fyrir.

Vika 6 – Skref #6
Yfirvinnum kvíða um  mistök
Þú særir mig ekki lengur!
Markmiðamynd
3 óskastundir (viðfangsefni eftir óskum þátttakenda)
Að elska lífið á ný, laus við kvíða!

Hvað hefur breyst hjá þér á námskeiðinu?
Hvernig nýttist námskeiðið þér?
Framtíðarsýn og möguleikar til vaxtar.
Umsögn um ámskeiðið
Næstu skref.

 • Aukin vellíðan.
 • Aukin nánd gagnvart fjölskyldu og vinum.
 • Meiri sjálfsvirðing.
 • Þú hugsar betur um sjálfa þig. 
 • Þegar taki á kvíða er sleppt, þá myndast rými fyrir ný tækifæri. 
 • Að leyfa sjálfri sér að blómstra og njóta þess að vera þú sjálf.
 • Meira öryggi í óþekktum aðstæðum.

Kraftur öflugra hugsana er magnaður, hann eflir mig og styrkir. Ég get sett jákvæða, bjarta og gleðilega hugsun í staðinn fyrir neikvæða og erfiða hugsun. Þá dvína áhrif kvíðatilfinninganna og ég get stigið út úr kvíðahringnum og upplifað létti. Fegurð umhverfisins verður sýnilegri – hláturinn vaknar og brosið sést á ný.

Næst þegar kvíði er mögulega að læðast að mér, þá get ég brugðist sterk við, nýtt mér áhrif hugsana minna með því að kalla meðvitað fram jákvæðar öflugar hugsanir og sneitt þannig framhjá kvíðanum þannig að áhrif hans dvíni strax. Ég get notið mín!

Er eftir nokkru að bíða lengur? Fjárfestu í sjálfri þér, þú skiptir máli. Náðu að efla þig og styrkja. Hættu að leyfa kvíðanum að ráða för. Ertu ekki búin að fá nóg af frestunaráráttunni? Rót hennar er oftar en ekki kvíði.

Hvað er þér mikilvægast núna?

 • Þarftu að ná meiri yfirvegun, hætta að forðast að gera ákveðna hluti?
 • Hvenær læðist kvíðinn að þér, í hvaða aðstæðum ertu þá?
 • Viltu geta farið með reisn í gegnum erfiðar aðstæður, full sjálfstrausts? 
 • Þarftu að ná að taka mikilvægar ákvarðanir í vinnunni, ákvarðanir sem skipta ekki bara hag þinn og fyrirtækis þíns miklu máli – heldur geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir bæði starfsfólk, viðskiptavini og birgja, bæði á Íslandi  og erlendis?
 • Hamlar áreitið, áhyggjurnar, stressið og kvíðinn þér í því að forma og ákveða markmið og stefnu sem væri lausnamiðuð og til heilla fyrir alla?
 • Þú getur farið þína leið til að efla þig í starfi og í öllu því sem þú þarft eða vilt taka þér fyrir hendur.
 • Markþjálfun er 100% trúnaðarvinna á milli þín og markþjálfans.  Tveir tímar í markþjálfun eru hluti af „Blómstraðu, laus við kvíðann!“

Á "Blómstraðu, laus við kvíðann!" skoðar þú líka hvernig þú getur dregið úr álagi til að forðast kulnun í starfi.

Ábyrgðarstörf eru margskonar;

 • fyrirtækjarekstur
 • mannaforráð
 • kennsla
 • barnauppeldi 
 • og ótal margt fleira.

Upplifir þú oft talsvert mikið áreiti?

Margar okkar lenda í því að þurfa að viðurkenna, að það sé ekki endalaust hægt að ganga eða hlaupa hraðar í vinnunni og það dugar heldur ekki til lengdar að ganga sjálf í öll störf.

Farsælt starf getur endað með kvíðaköstum og kulnun, ef við gleymum að rækta okkar eigin garð og okkur sjálfar.

Settu  þig í fyrsta  sæti. Þú berð ábyrgð á því að gera sem best við sjálfa þig. Þú verður að hugsa vel um heilsuna samhliða því sem þú vinnur að frama þínum og vinnur að því að láta drauma þína rætast. 

Það er hluti af heilsuátaki að ná að róa niður áreiti og stress, því andleg heilsa þín er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. 

Hvernig myndi daglegt líf þitt breytast ef þú gætir skoðað aðstæður sem valda þér kvíða og 

 • greint hvers vegna þú fyllist kvíða í þessum aðstæðum og
 • fundið hvað þarf til að þú getir gert til að yfirvinna kvíðann? 

Hvers virði er þér að geta yfirunnið kvíða?

Tökum sem dæmi aðstæður sem þú þarft nauðsynlega að fara inní og ert viss um að það verði erfitt.  Væri ekki gott að geta grein þá hvað veldur kvíðanum þannig að þú getir unnið með það áður en þú ferð inn í aðstæðurnar?

Sleppum takinu á kvíðanum;

 • finndu kveikjuna að kvíðanum
 • beittu rökhugsun til að meta aðstæður 
 • beittu viljastyrk þínum til að skipta út neikvæðri óttahugsun með jákvæðri hugsun í möguleikavíddinni
 • upplifðu kraft kvíðans dvína
 • þú þarft ekki að halda í aðstæður sem valda þér kvíða 
 • leyfðu þér að sleppa takinu á kvíðanum
 • settu þér ný markmið þar sem þú velur aðstæðurnar.

Mig langar að fara í gegnum námskeiðið - eru einhver þátttökuskilyrði?

Ath! Ýmis stéttarfélög og félagasamtök styrkja sitt fólk til að sækja námskeið sem þetta (28 klst. samanlagt). 

SVÖR:

Þú getur valið um að fara sjálf í gegnum námskeiðið þegar þér hentar EÐA farið í gegnum það á ákveðnum dagsetningum þegar námskeiðsvikur eru auglýstar. Það er sama verð, hvort heldur sem þú velur, kr. 84.000.-

Þegar þú velur að fara í gegnum námskeiðið „þegar þér hentar“ þá færðu sendan póst frá Jónu Björgu á 5. – 6. degi hverrar viku þar sem hún fjallar um verkefnin sem þú ert þá vonandi búin að fara í gegnum. Þér er velkomið að senda spurningar ef eitthvað er óljóst. 
Markþjálfunartímarnir koma líka inn hjá þér í 2. og 5. viku þó svo að þú sért að velja þér sjálf hvenær þú ferð í gegnum námskeiðið. 
Við mælum með að þú farir í gegnum þetta á 6 vikum en ætlir þér ekki að draga það á yfir  lengri tíma. 

1. Námskeiðið er ætlað konum sem vilja leyfa sér að njóta sín betur og hætta að láta kvíða trufla daglegt líf sitt.
Hér er stundum minnst á eitthvað tengt fyrirtækjarekstri og mannaforráðum, en það er ekki síst til að undirstrika mikilvægi þess að vinna úr áhrifum þess mikla áreitis sem þeim fylgja.
Þér er velkomið að taka þátt þó þú sért ekki með fyrirtæki eða mannaforráð.

2. Þú þarft að gefa þér ca. 40 mín. daglega til að ná að fara í gefnum verkefnin í hverri viku. Kannski langar þig að kafa dýpra í verkefnin og gefa þér meiri tíma, það er bara ljómandi fínt. Þessar ca. 40 mín. eiga að tryggja þér að þú náir að fara í gegnum öll verkefnin til að byggja upp góðan árangur.

3. Tvívegis á þessum 6 vikum þarftu að geta gefið þér 60 mín. til að geta nýtt þér markþjálfunartímana tvo með Jónu Björgu PCC markþjálfa.
(Flestir velja að hafa markþjálfunartímana 60 mín. að lengd. Aðrir ná jafn miklum árangri í 30 – 40 mín. markþjálfunartímum.)

4. Þú þarft að hafa einbeittan vilja til að ná að yfirvinna kvíðann þinn og vera virk á námskeiðinu, það er ekki nóg „bara að langa til“. Til að ná góðum árangri er mikilvægt að vera virk, fara í gegnum verkefnin og vera heiðarleg gagnvart sjálfri sér í verkefnavinnunni.

5. Það er mikilvægt að skrifa niður svörin við spurningum verkefnanna. Hafðu því  stílabók til að skrifa svörin í ásamt hugleiðingum þínum. 

EFTIRFYLGNI OG  STUÐNINGUR 

Í lok hverrar viku er yfirlit yfir verkefni vikunnar sem er gott að fara yfir til að rifja upp efni vikunnar.  

Ef eitthvað er óljóst varðandi verkefnin þá er velkomið að senda spurningar á jona@blomstradu.is 

Blómstraðu, laus við kvíðann! 6 vikna námskeið á netinu.

Er röðin komin að þér að blómstra í einkalífi og starfi? Njóta þess að vera þú?

 • Merktu 6 vikna tímabil á dagatalinu þínu, 6 vikur til að róa kvíðann þinn, yfirstíga hann og leggja góðan grunn að því að ná að njóta þín betur. 
 • Merktu líka í dagbókina þína hvenær dagsins þú ætlar að gefa sjálfri þér persónulegan tíma fyrir þig, ca. 40 mín. daglega til að geta farið í gegnum verkefni hverrar viku sem góður árangur byggir mikið á. 
 • Þarftu að hliðra til einhverjum öðrum verkefnum? 
 • Þarftu að skipuleggja tímann þinn betur eða fara hálftíma fyrr á fætur? 

Mörg starfsmannafélög og stéttarfélög veita fólki sínu fjárhagslegan stuðning til að sækja ýmis konar námskeið. Kannaðu hvort þú getir nýtt þér slíkan stuðning.

Hér er um að ræða vandað og faglegt námskeið sem er allt 28 klst. 

Þú notar 40 mín. daglega amk 5 daga vikunnar til að vinna heimaverkefni hverrar viku. = > 40 mín x 5 = 200 mín. pr. viku = 3 klst.  20 mín, í 6 vikur = 20 klst. + 2 markþjálfunartímar 60 mín hvor = 22 klst. og síðan hópfundir / spjall með Jónu Björgu Sætran eitt kvöld í viku 60 mín = 6 klst sem gerir þetta samtals 28 klst. námskeið. 

Heildarverðið á námskeiðinu „Blómstraðu,  laus við kvíðann!“ er kr. 84.000

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er;

 • Námsefni í formi texta og verkefna sem þú vinnur með í ca 40 mín. daglega í 5 daga vikunnar allar sex vikurnar (40 mín. vinna daglega 5 daga vikunnar í 6 vikur = 20 klst.)
 • Tveir einkatímar í markþjálfun (60 mín hvor) = 2  klst. 
 • Sex 60 mín hóptímar á netinu þar sem Jóna Björg Sætran fer í gegnum verkefni vikunnar með þátttakendum = 6 klst.
  Ef þú velur að fara í gegnum námskeiðið á eigin hraða þá færðu netpósta í stað hópfundanna. 

Dæmi um umsagnir þátttakenda hjá Jónu Björgu Sætran ...

Langar þig til að fá að líta aðeins inn á Viku 1 á sjálfu námskeiðinu til að fá smá tilfinningu fyrir því hvernig "Blómstraðu, laus við kvíðann!" er byggt upp?

Svona smá innlit í Viku 1 er án allra skuldbindinga.  Þar færðu aðgang að nokkrum skjölum sem lýsa ágætlega námskeiðinu. Þar á meðal er ágætis umfjöllun Jónu um kvíða. Almennt eru samtals 8 – 9 verkefni / stuttar greinar  /  aukaefni í hverri viku en þau eru fleiri í Viku 1 einmitt til að þú, sem vilt fá meiri innsýn í námskeiðið áður en þú skráir þig, hafir tækifæri til þess. 

Þegar þú velur að fá smá innlit í Viku 1 (án allra skuldindinga) sérðu m.a.;

kynningu á námskeiðinu og hvernig það er sett upp

Lestu endilega skrif Jónu Bjargar Almennt um kvíða

Opnaðu skjölin;

 • Hvernig hentar þetta mér?
  Skoðaðu verkefnið sem er aftast í skjalinu. Hvernig eru þín svör við því?
 • Njóttu þín á ný!
  Þar fylgir líka verkefni sem er vert fyrir þig að skoða.

Umfang og uppbygging 6 vikna net-námskeiðsins „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ er það form sem er á ensku oftast nefnt „master class„.

Námskeiðið er aðeins ætlað konum sem er full alvara í því að vilja vinna með kvíðann sinn og geta þannig notið sín betur.