Blómstraðu, laus við kvíðann! master class, 20. febrúar – 31. mars 2023

Master class námskeið; Blómstraðu, laus við kvíðann!  20. febrúar til 31. mars 2023.

Hefur þú hætt við að reyna að láta langþráðan draum rætast, því kvíði náði yfirhöndinni og þú taldir þér trú um að þér myndi örugglega mistakast? Fékkstu ef til vill kvíðakast? Hvernig leið þér með þetta síðar? Sástu eftir því að hafa ekki reynt að láta drauminn þinn rætast?

Kvíði birtist í mörgum myndum og ástæður hans geta verið ótal margar. 
Langvarandi áreiti og stress, vaxandi andleg og líkamleg þreyta, miklar áhyggjur og hugsanaflækjur, geta smá saman þróast út í mikinn kvíða, þrúgandi kvíðatilfinningar og jafnvel kvíðaköst. Erfiður kvíði getur t.d. líka tengst samskiptum við fólk sem kemur ekki vel fram við þig.
Sambandsslit, sjúkdómar og fjárhagserfiðleikar eru líka meðal þess sem getur valdið miklum og erfiðum kvíða.
Óháð ástæðum kvíðans þá er okkur mikilvægt, að geta náð stjórn á hugsunum okkar af yfirvegun og ró, til að geta komist út úr svartnætti erfiðra hugsana og kvíða, yfir í að leita jákvæðra leiða og tækifæra til vaxtar í möguleikavíddinni.


Á þessum 6 vikum fara þátttakendur í gegnum  ákveðið ferli til að byggja upp sjálfstraustið og sjálfsmatið auk samskipta- og félagsfærni, til að auka vellíðan og gleði, efla sig á ýmsan hátt til að eiga auðveldara með að ná tökum á kvíða, róa hann og draga úr áhrifum hans,  þannig að kvíðinn hætti að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf viðkomandi. Þá er hægt að njóta sín betur. 

Oft á tíðum eru það margskonar hugsanaskekkjur sem festa hugann í hringiðu neikvæðra hugsana. Því er mikilvægt að geta nýtt sjálfsstyrk sinn til að breyta hugsanaferlinu og ná þannig tökum á hugsunum sínum, umbreyta neikvæðum og erfiðum hugsunum yfir í jákvæðari mynd, finna möguleikana til að ráða við fyrirliggjandi verkefni af öryggi.  

Námskeiðið er byggt á grunni aðferðafræða markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar auk árangursfræða.

Jóna Björg hannaði þetta námskeið í þeim tilgangi að geta sýnt þér fram á að þú getur lært að vinna þannig með kvíðann þinn, að þegar hann læðist að þér, þá vitir þú hvernig best er að bregðast við, þannig að þú haldir áfram þínu striki, í stað þess að kvíðinn stoppi þig af eða valdi þér ómældu hugarangri.

Í upphafi hverrar viku færðu aðgang að öllu námsefni vikunnar, 6 – 9 textum ásamt verkefnum sem eru flest fljótunnin. Í lok vikunnar er Jóna Björg með hópfund á netinu þar sem hún fer yfir verkefnin og þátttakendur geta spurt nánar um efnið. Tvö markþjálfunarsamtöl eru einnig innifalin í námskeiðinu, það fyrra er í viku 2 og hið síðara í viku 5.

Lestu allt um námskeiðið á vefnum www.blomstradu.is og þar er einnig hægt að skrá sig á námskeiðið. Skráning er hafin. Á vefnum er hægt að hlaða niður bæði ókeypis vinnuskjali og ókeypis rafbók en þar eru verkefni sem þú getur nýtt þér til að taka fyrstu skrefin í átt að því að sleppa takinu á kvíðatilfinningunum.

Opnaðu www.blomstradu.is og sjáðu hvernig námskeiðið Blómstraðu, laus við kvíðann! getur nýst þér. Þar eru einnig upplýsingar um verð og greiðslufyrirkomulag.

Blómstraðu í einkalífi og starfi! Njóttu þess að vera þú!

Bestu kveðjur

Jóna Björg Sætran, M.Ed., PCC markþjálfi
Námstækni ehf.
jona@blomstradu.is

 

 

Tengt efni