LESTU ÞETTA VEL EF ÞÚ VILT LOSA ÞIG VIÐ ÁHYGGJUR, STRESS OG KVÍÐA.
Hellist kvíði yfir þig þegar þú hugsar um að reyna að gera eitthvað sem þig hefur lengi dreymt um að gera, en hefur alltaf hætt við? – Er kvíði að stoppa þig?
- Hættir þú við að reyna að láta langþráðan draum rætast, því kvíði náði yfirhöndinni og þú taldir þér trú um að þér myndi örugglega mistakast og því væri betra að láta þetta eiga sig? Fékkstu ef til vill kvíðakast?
Hvernig leið þér með þetta síðar?
Sástu eftir því að hafa ekki reynt að láta drauminn þinn rætast? - Kannast þú við svefnlausar nætur vegna kvíða fyrir næsta degi?
- Færðu stundum kvíðakast þegar þú lendir í óþægilegum aðstæðum?
- Ertu með minnimáttarkennd gagnvart gömlum félögum þínum, af því að þér finnst sem þeir hafi allir náð svo langt í lífinu – en ekki þú? Fyllist þú kvíða þegar hópurinn ætlar að hittast …. og svo tilkynnir þú veikindi á síðustu stundu?
Þetta þarf ekki að vera svona.
Lífið er núna! Þú átt að fá að njóta þín og blómstra!
Það er hægt!
Þú getur unnið þig út úr kvíða og það þarf ekki að vera eins erfitt og þú gerir þér hugsanlega í hugarlund.
Drögum úr áhrifum kvíða
Það gerist alltof oft að hugsanir okkar lenda í einhverskonar hugsanaflækjum þegar við festumst í neikvæðum hugsunum sem draga úr okkur kjark.
Þetta ferli er oft kallað „kvíðahringurinn“. Eitthvað gerist sem veldur því að við verðum óöruggar og hálfpartinn týnum sjálfstraustinu í neikvæðum hugsunum, sem kaffæra kjarkinn til að gera það sem hugur okkar stóð til. Hugsun okkar verður óskýr, við finnum fyrir sívaxandi óöryggi í aðstæðunum.
Hugsanlega segjum við þá eitthvað sem við hefðum betur látið ósagt, eða þá að við þegjum þunni hljóði og sjáum svo eftir því síðar að hafa ekki sagt neitt. Í þessum aðstæðum erum við ekki að sýna okkar bestu hliðar. Kannast þú við að hafa lent í þessu?
- Hvernig líður þér rétt í þann mund sem kvíði er að læðast að þér?
- Hvernig líður þér þá í líkamanum og hvernig líður þér andlega?
- Rifjaðu upp nýlegt kvíðaatvik eða kvíðakast og reyndu að muna hvernig þér leið þegar þú varst að byrja að finna fyrir kvíðanum.
Skrifaðu þetta niður þér til minnis.
Ath! Það væri gott fyrir þig að hafa glósu- eða stílabók við hendina, til að skrifa niður ýmislegt í tengslum við verkefnin hér á vefnum.
Veistu hvað það er sem kemur kvíða oftast af stað hjá þér? Það er nefnilega alltaf eitthvað ákveðið sem kemur kvíðanum af stað hverju sinni – og alls ekki alltaf það sama. Kvíði getur líka komið upp við svo ólíkar aðstæður.
- Stundum getur kvíðinn hellst allt í einu yfir þig vegna einhvers sem gerist nær óvænt.
- Í öðrum tilvikum ertu búin að vera smá kvíðin í marga daga fyrir einhverjum aðstæðum sem þú veist að þú þarft að fara í. Kvíðinn stigmagnast eftir því sem nær dregur.
- Í enn öðrum tilvikum er um að ræða langvarandi áreiti, áhyggjur og stress sem svo þróast út í enn meiri áhyggjur og kvíða.
En – það er alltaf einhver kveikja sem kveikir á kvíðanum.
Við þurfum að kynnast kvíðanum okkar betur. Þegar okkur tekst að skilja kvíðann, getum við unnið í að draga úr honum mátt og að lokum hverfa áhrif hans. Við losnum við kvíðatilfinninguna!
Jákvæðni og áræðni Jákvætt hugarfar
Ég er viss um að þú hefur reynslu af því, að það skipti máli með hverskonar hugarfari þú nálgast erfið verkefni.
Þegar þú tekst á við verkefnið með opnum huga og jákvæðni, þá gengur almennt betur að finna góðar lausnir.
Það er einmitt það sem mig langar að biðja þig um núna þegar ég kynni þér aðferðir sem hafa reynst mörgum konum vel til að yfirvinnna kvíðann sinn.
Þessar konur hafa verið á námskeiðum hjá mér í gegnum sl. 18 – 20 ár, „Blómstraðu, Njóttu þess að vera þú!„ og ég er því sannfærð um að aðferðirnar geti líka gagnast þér vel.
Góður undirbúningur, greinargóð lýsandi markmið, ræktun hæfileika okkar og viðhald styrkleika sem við eflum með okkur, skipta líka miklu máli þegar við viljum ná framúrskarandi og langvarandi árangri.
Út frá reynslu minni með „Blómstraðu“ námskeiðin mín sl. 18 – 20 ár hef ég nú sett saman 6 vikna „master class“ námskeið sem heitir „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ og þessi vefsíða er í raun kynning á námskeiðinu. Liður í kynningunni er að hér býðst þér að hlaða niður ókeypis verkefnaskjali og ókeypis rafbók þar sem þú færð innsýn í ýmis verkefni og leiðir sem stuðla að því að yfirvinna kvíða og efla þig á ýmsum sviðum sem einstakling.
Vaxandi sjálfstraust, meiri sjálfsvirðing og vilji þinn til að breyta aðstæðum þínum til hins betra, hjálpa þér til að uppgötva meiri færni og fleiri möguleika. Þú gerir þér betri grein fyrir því en áður hvers þú ert megnug.
Þú getur það sem þú vilt!
Reynslan hingað til af „Blómstraðu“ námskeiðunum hefur sýnt að þegar þátttakendur fara í gegnum námsefni námskeiðsins og vinna verkefnin sem því fylgja, þá upplifa þeir aukna styrkleika á ýmsum sviðum samhliða því að geta losað sig við kvíða.
Hvaða áhrif heldur þú að það muni hafa á þig persónulega og á líf þitt almennt, þegar þú upplifir að sjálfstraustið þitt er orðið miklu mun betra en áður?
Þegar við viljum ráða niðurlögum kvíðatilfinninga þurfum að geta gert okkur grein fyrir því hvað veldur kvíðanum og hvað kemur honum af stað í einstaka tilvikum. Sú vinna krefst áræðni því stundum þurfum við að fara í smá skoðun á tilfinningalegri líðan okkar.
Þess vegna vinnum við með að efla sjálfstraustið o.fl. samhliða því að ná að yfirstíga kvíðann og getum þannig notið þess að finna hvernig sjálfstraustið vex með hverri viku.
Burt með kvíðann!
Mörgum konum reynist erfitt að losa sig við kvíðann sinn án aðstoðar.
Það er ótal margt sem getur valdið okkur kvíða og það er mjög einstaklingsbundið við hvaða aðstæður við finnum fyrir kvíða.
Þú getur upplifað mikinn kvíða í aðstæðum sem öðrum líður vel í. Bestu vinkonu þinni getur liðið alveg hræðilega illa og fengið kvíðakast í aðstæðum sem þú finnur ekki neinn kvíða gagnvart.
Það er eitt sem við skulum alltaf hafa í huga; Við megum aldrei draga kvíða annarra í efa.
Kvíðinn getur hellst yfir okkur allt í einu, þegar við lendum í ákveðnum aðstæðum sem okkur þykja óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi. Kvíðinn getur líka verið að krauma í lengri tíma innra með okkur og stigmagnast.
Birtingamyndir kvíða eru ótal margar. Líkamleg og andleg vanlíðan getur orðið mikil og farið stigvaxandi á meðan við erum fastar í hringiðu erfiðra hugsana. Okkur er mikilvægt að geta rofið þetta hringferli, við þurfum að komast út úr kvíðahringnum.
Þegar við áttum okkur á því sem gerist; hvernig okkur líður líkamlega og andlega þegar við finnum fyrir kvíðanum – og líka hvað hefur verið að gerast í kringum okkur á þeirri stundu, þá getum við betur skilið hvers vegna sumar aðstæður eru okkur ógnvekjandi og hvað kemur kvíðanum af stað.
Eftir að við veltum þessu öllu fyrir okkur frá ýmsum hliðum, jafnvel með rökfærslum, þá verður auðveldara að gera sér grein fyrir því, hvort þar sé um að ræða eitthvað sem við þurfum með réttu að óttast og forðast. Kvíðatilfinningin missir kraft og hættir að hafa áhrif, verður að engu.
Þá skiljum við líka betur, hvers vegna við hættum við að vinna að draumunum okkar og hvað veldur því að við óttumst að okkur muni mistakast.
Er ekki komið nóg af slíku? Þú getur breytt þessu!
Kveðjum kvíðann og óttann um hugsanleg mistök, látum slíkt ekki stoppa okkur lengur, njótum okkar betur.
Blómstrum og njótum þess að vera við!
Burt með kvíðann!
Mörgum konum reynist erfitt að losa sig við kvíðann sinn án aðstoðar.
Það er ótal margt sem getur valdið okkur kvíða og það er mjög einstaklingsbundið við hvaða aðstæður við finnum fyrir kvíða.
Þú getur upplifað mikinn kvíða í aðstæðum sem öðrum líður vel í. Bestu vinkonu þinni getur liðið alveg hræðilega illa og fengið kvíðakast í aðstæðum sem þú finnur ekki neinn kvíða gagnvart.
Það er eitt sem við skulum alltaf hafa í huga; Við megum aldrei draga kvíða annarra í efa.
Kvíðinn getur hellst yfir okkur allt í einu, þegar við lendum í ákveðnum aðstæðum sem okkur þykja óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi. Kvíðinn getur líka verið að krauma í lengri tíma innra með okkur og stigmagnast.
Birtingamyndir kvíða eru ótal margar. Líkamleg og andleg vanlíðan getur orðið mikil og farið stigvaxandi á meðan við erum fastar í hringiðu erfiðra hugsana. Okkur er mikilvægt að geta rofið þetta hringferli, við þurfum að komast út úr kvíðahringnum.
Þegar við gerum okkur grein fyrir því hvað kemur kvíðaferlinu af stað, þá verður auðveldara að ráða við kvíðann og að koma sér út úr honum. Þá getum við unnið að því að sleppa takinu á kvíðanum.
Þegar við áttum okkur á því sem er að gerast; hvernig okkur líður líkamlega og andlega þegar við finnum fyrir kvíðanum – og líka hvað hefur verið að gerast í kringum okkur á þeirri stundu, þá getum við betur skilið hvers vegna sumar aðstæður eru okkur ógnvekjandi.
Þá skiljum við líka betur, hvers vegna við hættum við að vinna að draumunum okkar og hvað veldur því að við óttumst að okkur muni mistakast.
Er ekki komið nóg af slíku? Þú getur breytt þessu!
Kveðjum kvíðann og óttann um hugsanleg mistök, látum slíkt ekki stoppa okkur lengur, njótum okkar betur.
Blómstrum og njótum þess að vera við!
Hvað heldur þú að sé lykillinn að því að uppræta kvíðann? Þegar þú kemst nær því að skilja HVERS VEGNA þú verður kvíðin, þá færist þú nær því að geta sleppt takinu á kvíðatilfinningunni. Þú upplifir sí veikburðari kvíðatilfinningu í þessum og sambærilegum aðstæðum …. og að lokum tekur þú ekki eftir neinu slíku. Þá má segja að þú hafir sleppt takinu á kvíða tengdum þessum og hliðstæðum aðstæðum.
Hvað veldur kvíðanum þínum?
Þú furðar þig hugsanlega á því hvers vegna ég spyrji um þetta. Ef til vill veist þú alveg hvað veldur kvíðanum – en hvernig vinnur þú þá með það til að hrista kvíðann af þér? Svo getur líka vel verið að þú gerir þér alls ekki alltaf grein fyrir því hvers vegna þú verður allt í einu kvíðin.
Hvort heldur sem er, þá er nauðsynlegt að gera sér sem besta grein fyrir því hvað veldur kvíðanum og síðan tekur við vinna til að losa sig við þessa óþægilegu tilfinningu sem kvíðinn er. Við skulum hafa í huga að kvíði er bara tilfinning sem kallar fram erfiðar hugsanir.
Hugsun er bara hugsun en byggir ekkert endilega á einhverjum staðreyndum.
Þegar þú finnur fyrir miklu áreiti, verður æst, finnur fyrir óöryggi eða ótta, upplifir mjög mikinn kvíða vegna þeirra aðstæðna sem þú ert í eða þegar þú stendur t.d. frammi fyrir erfiðu verkefni sem þú ert sannfærð um að geta ekki leyst óaðfinnanlega, þá er gott að reyna að gera sér grein fyrir því hvers vegna vanlíðanin fór í gang.
Þetta er í rauninni nauðsynlegt, ef þú vilt ná að róa kvíðatilfinningarnar þínar, losa þig við þær og upplifa sjálfsöryggi og gleði í þessum sömu eða svipuðum aðstæðum, sem hafa valdið þér kvíða.
Komdu sæl og vertu velkomin á vefinn minn „Blómstraðu“.
Ég heiti Jóna Björg Sætran, ég er menntunarfræðingur og markþjálfi PCC (Professional Certified Coach), ég bý á Íslandi, en vinn alþjóðlega með skjólstæðingum mínum í gegnum netið.
Í allri minni vinnu með skjólstæðingum mínum eru einkunnarorðin mín ávallt þau sömu: „Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú!„
Á undanförnum 18 – 20 árum hef ég aðstoðað mjög margar konur; konur í fyrirtækjarekstri, frumkvöðla og konur í ýmsum störfun, við að efla sjálfstraustið sitt og ná taki á kvíðatilfinningum.
Markmið mitt er að aðstoða þig við að ná tökum á kvíðatilfinningunum þínum þannig að þú getir náð að blómstra og njóta þín. Eftir því sem þú kemst nær því að skynja og skilja hvað kemur kvíðatilfinningunum af stað, þá kemstu líka stöðugt nær því að róa kvíðatilfinningarnar og draga verulega úr áhrifum þeirra, þannig að þær hafi ekki lengur áhrif á þig.
Komdu sæl og vertu velkomin á vefinn „Blómstraðu laus við kvíðann“
Ég heiti Jóna Björg Sætran, ég er menntunarfræðingur og markþjálfi PCC (Professional Certified Coach), ég bý á Íslandi, en vinn alþjóðlega með skjólstæðingum mínum í gegnum netið.
Í allri minni vinnu með skjólstæðingum mínum eru einkunnarorðin mín ávallt þau sömu: „Blómstraðu! Njóttu þess að vera þú!„
Á undanförnum 20 árum hef ég aðstoðað mjög margar konur; konur í fyrirtækjarekstri, frumkvöðla og konur í ýmsum störfun, við að efla sjálfstraustið sitt og ná taki á kvíðatilfinningum.
Markmið mitt er að aðstoða þig við að ná tökum á kvíðatilfinningunum þínum þannig að þú getir náð að blómstra og njóta þín. Eftir því sem þú kemst nær því að skynja og skilja hvað kemur kvíðatilfinningunum af stað, þá kemstu líka stöðugt nær því að róa kvíðatilfinningarnar og draga verulega úr áhrifum þeirra, þannig að þær hafa ekki lengur áhrif á þig.
Lífið er núna og það er mikilvægt að þú getir notið þín sem best alla daga, þú átt það skilið að geta sagt „ég elska líf mitt“.
Þú þarft að geta gert það sem þú þarft að gera eða langar til að gera, án þess að kvíðatilfinningar hellist yfir þig eða þá að þú sannfærir sjálfa þig um að þér muni mistakast það sem þú vilt gera.
Ég hef verið kölluð „the anxiety free coach“, í merkingunni, markþjálfinn sem hjálpar þér við að láta kvíðann þinn hætta að hafa áhrif á þig. Aðrar konur hafa kallað mig sérfræðing í að hjálpa konum við að róa kvíðann sinn til að geta notið sín til fulls.
Ég verð að viðurkenna að mér þykir vænt um þessi orð þeirra, því með þeim sýna þær mér að þær hafa fengið þann árangur af vinnunni með mér sem þær sóttust eftir.
Sjálf ítreka ég að ég er hvorki læknir né sérfræðingur á heilbrigðissviði, en ég hef hinsvegar mikla og langa reynslu af því að vinna með fólki á öllum aldri og aðstoða það við að efla sjálfstraust sitt, auka vellíðan sína og yfirvinna kvíðatilfinningar af ýmsu tagi.
ATH! Ef þú ert haldin daglegum og mjög miklum kvíða og upplifir depurð og hryggð innra með þér, þá hvet ég þig eindregið til að leita til læknis, sálfræðings eða geðlæknis. Stundum þarf að nota lyf til að komast yfir versta kvíðann og þá er mikilvægt að farið sé í einu og öllu eftir ráðleggingum lækna.
Fram til 2019 vann ég ýmist með konum staðbundið á námskeiðum á Íslandi, t.d. „Blómstraðu, Njóttu þess að vera þú!“, í markþjálfun, í einka- eða hóptímum, í gegnum fyrirlestra og skrif eða á netinu. Í Covid heimsfaraldrinum urðu þær breytingar að sífellt meira af vinnunni hjá mér færðist á netið. Í dag býð ég uppá ýmis konar kennslu og meðferðarvinnu í gegnum netið.
Hér kynni ég 6 vikna netnámskeið, Blómstraðu, laus við kvíðann!, en á ensku ber það heitið Feeling Anxiety Free. Þar hjálpa ég konum að efla sjálfstraust sitt, vellíðan og gleði og aðstoða þær við að yfirstíga kvíða. Þessi tvö námskeið eru alveg sambærileg burtséð frá tungumálinu og þau eru bæði aðgengileg hvort heldur sem er í gegnum tölvu eða í gegnum símaapp.
Þessum námskeiðum fylgja tveir tímar með mér í markþjálfun á netinu ásamt vikulegri eftirfylgni og stuðningi á meðan að á námskeiðunum stendur.
Hér á þessum vef er einmitt verið að kynna íslensku útgáfuna af námskeiðinu og hér má finna bæði ókeypis vinnuskjal og ókeypis 20 bls. rafbók sem hægt er að hlaða niður af vefnum. Það er tilvalið að nýta sér það og byrja að vinna þannig markvisst í sínum málum. Sambærilegt ókeypis niðurhal er einnig á enska vefnum, en á ensku.
Ég get ekki lofað því að eftir vinnuna með mér munir þú aldrei finna aftur fyrir kvíða. Það væri einfaldlega rangt, óraunhæft og útilokað að gefa slíkt loforð.
Hinsvegar er ég sannfærð um að þegar þú nærð að skilja kvíðann betur, hvers vegna kvíðinn fer af stað og hvernig, þá munir þú finna að ýmsar aðstæður sem hafa áður kallað fram kvíða hjá þér, gera það ekki lengur og aðrar aðstæður muni alls ekki valda eins miklum ugg hjá þér og áður. Það er magnað þegar hægt er að létta svo um munar á kvíðanum. Þá er hægt að slaka á og njóta betur.
Fagleg menntun mín er í kennslu og stjórnun, ég er menntunarfræðingur M.Ed. og einnig PCC markþjálfi, (Professional Certified Coach) sem er alþjóðleg vottun frá ICF (The International Coach Federation). Ég hef verið tengd kennslu – og menntamálum á Íslandi í víðum skilningi í fjóra áratugi og tekið ýmsa áfanga á háskólastigi í uppeldis- og sálfræði. Ég hef einnig lagt stund á Hugræna atferlismeðferð, 1 árs þverfaglegt nám ( 30 ECTS einingar ) (CBT, Cognitive Behavorial Therapy).
Árið 2004 stofnaði ég kennslu- og ráðgjafafyrirtækið Námstækni ehf. sem er í eigu okkar hjóna.
2019 gaf ég út bókina Að læra að læra, námsaðstoðar- og námstæknibók fyrir nemendur í efri bekkjum grunnnskólans en bókin er skrifuð á grunni aðferðafræða markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar sem og árangursfræðanna. Þar er auk námstækni lögð mikil áhersla á að byggja upp sjálfstraust nemenda og hjálpa þeim að vinna m.a. með erfiðar hugsanir, einelti og kvíða.
Skilja, róa og sleppa kvíðanum
Til að hjálpa þér við að taka fyrstu skrefin í átt að markmiðinu; að finna ekki fyrir kvíða í ákveðnum aðstæðum, þá langar mig að bjóða þér að fara í gegnum ókeypis verkefni á vinnuskjali frá mér, sem ég tel að geti hjálpað þér að komast í gang með að losa þig við kvíða. Verkefnið er einfalt, en getur reynst vel. Þú getur hlaðið vinnuskjalinu með verkefninu niður hér á síðunni.
Aðferðin sem verkefnið í vinnuskjalinu byggir á, er af flestum talin auðveld – og hún getur fært þér góðan árangur. Þú hefur engu að tapa en allt að vinna, svo ég mæli með því að þú skoðir þetta nánar.
Í verkefninu ertu beðin um að rifja upp aðstæður sem hafa kallað fram mikinn kvíða hjá þér. Þú svarar sex spurningum og skrifar svörin hjá þér.
Gefðu þér smá tíma útaf fyrir þig til að hlaða niður vinnuskjalinu frá mér, Jónu Björgu Sætran, markþjálfanum sem vill hjálpa þér við að efla þig og styrkja og losna í leiðinni undan oki kvíðatilfinninga. Með því að vinna þig í gegnum verkefnið má segja að þú takir meðvitað fyrstu skrefin í átt að því að skilja kvíðann þinn í þessum ákveðnu aðstæðum og losa þig við hann.
Þegar þú áttar þig á því hvað kveikir á kvíðanum við þessar aðstæður, þá getur þú
- forðast þessar ákveðnu aðstæður
- ákveðið að láta eins og þú vitir ekkert af þeim eða
- ákveðið að vinna í að efla sjálfstraustið þitt til að þú getir stígið út fyrir þægindahringinn þinn til að draga úr áhrifum kveikjunnar á kvíðatilfinningarnar þannig að þessar aðstæður hætti að valda þér kvíða.
Ef þér líst vel á það sem þú ert búin að sjá af efninu mínu og þig langar að vinna meira í að losa þig við kvíðatilfinningar, þá ætla ég bjóða þér að hlaða líka niður ókeypis rafbók frá mér, þú sérð hana hér fyrir neðan:
ÓKEYPIS RAFBÓK:
Jóna Björg Sætran; 7 skref í áttina að því að elska lífið á ný laus við kvíðann.
Lærðu einfaldar aðferðir til að hafa áhrif á kvíðalausa framtíð.
Lærðu einfaldar aðferðir til að bera kennsl á hvað það er sem kveikir á kvíðatilfinningunum þínum.
Lærðu einfaldar aðferðir til að efla sjálfstraustið þitt.
Lærðu einfaldar aðferðir til að elska lífið og að vera laus við kvíða.
Lærðu einfaldar aðferðir til að sigrast á kvíðanum þannig að kvíði hætti að hafa áhrif á daglegt líf þitt.
Sparaðu þér margra ára þrautlausa vinnu og hugsanlega rándýra leit, prófaðu frekar að nota vinnuferlið sem hefur gagnast fjölmörgum konum vel til að losa sig við kvíða.
Hvers vegna að eyða fleiri árum í að berjast við að ná að losa þig við kvíðann, að reyna að vinna í þessu alein? Ég tel að þú getir sparað þér mikinn tíma, já og ekki síður ýmsa erfiðleika, með því að fylgja vinnuferlinu sem hefur reynst skjólstæðingum mínum vel í gegnum árin til að róa kvíðann og líka til að losa sig við kvíðatilfinningar.
Samhliða þeirri vinnu náðu þær að efla sjálfstraustið sitt verulega, áræðnin óx, frestunaráráttan gufaði smá saman upp þegar innri kraftur óx og blásið var í glæður eldmóðsins þannig að persónuleg gildi fengu forgang og gleðin óx.
Sjálfsvinnan á Blómstraðu Njóttu þess að vera þú!“ og „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ er nefnilega svo margþætt og eitt ferli styður annað.
Þú getur þannig stytt þér leiðina og nýtt frekar þann tíma sem þú sparar til að njóta samvista við fólkið sem þér er kærast.
- Hvað hefur þú gert hingað til í þeim tilgangi að losa þig við kvíðann? Hvernig hefur sú aðferð gengið?
Viltu ná að
- upplifa meiri friðsæld,
- ná að elska lífið á ný sem fyrst,
- efla sjálfstraustið verulega,
- virkja innri kraftinn þinn betur,
- glæða eldmóðinn
- auka gleðina og
- yfirstíga kvíðann?
Hvernig litist þér á að taka virkan þátt í 6 vikna „master class“ námskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ 9. janúar til 19. febrúar 2023?
Til að tryggja að þú fáir sem mest gagn af námskeiðinu þá eru innifaldir tveir einstaklings (1:1) markþjálfunartímar með mér, Jónu Björgu Sætran, PCC markþjálfa, sá fyrri í annarri viku námskeiðsins og hinn síðari í fimmtu viku þess. Þar að auki er vikulegur stuðningur á meðan að á námskeiðinu stendur.
9. janúar – 19. febrúar 2023
Skráning er hafin.
Fyrsta „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ námskeiðið á nýju ári hefst mánudaginn 9. janúar og lýkur sunnudaginn 19. febrúar (á sjálfan konudaginn).
Viltu fara í gegnum námskeiðið á öðrum tíma – sem hentar þér betur?
Ef þér hentar betur að velja sjálf hvenær þú ferð í gegnum námskeiðið þá getur þú það.
Þegar þú velur eigin dagsetningar, þá færðu sendan póst 6. dag hverrar viku þar sem farið er yfir námskeiðsefni þeirrar viku og ef þér finnst eitthvað óskýrt þá getur þú sent mér netpóst með fyrirspurnum.
Á námskeiðum sem eru á auglýstum dagsetningum, eins og t.d. á námskeiðinu sem byrjar 9. janúar og lýkur 19. febrúar, þá eru vikulegir hópfundir seinni part hverrar viku þar sem ég, Jóna Björg, fer yfir efni vikunnar og þátttakendur geta spurt nánar út í efnið.
Það er sama verð á námskeiðunum, kr. 84.000.-
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélaginu þínu?
Námskeiðin eru hvort um sig um 26 – 28 klst. löng þannig að það er tilvalið að kanna hvort stéttarfélag sem þú tilheyrir veiti félögum sínum styrk til að sækja námskeiðið. Hægt er að fá senda lýsingu frá okkur í Námstækni ehf. á námskeiðinu ef slík lýsing þarf að fylgja styrkumsókn.
Þetta 6 vikna netnámskeið, „Blómstraðu, laus við kvíðann“, master class, er einkum ætlað konum sem eru þreyttar á því að erfiðar hugsanir, áhyggjur og kvíðatilfinningar eru að hamla þeim frá því að njóta sín til fulls.
Eins og fram hefur komið er unnið með margt meira á námskeiðinu heldur en skoðun kvíðaatvika. Það er nefnilega nauðsynlegt að efla ýmsa þætti sem styrkja okkur persónulega til að við öðlumst meira þor, meira sjálfsöryggi, framsýni og djörfung og þá verður miklu auðveldara að gera sér grein fyrir því hvernig hægt er að horfa framhjá kvíðanum, hætta að láta „erfiðu aðstæðurnar“ á sig fá, sjá í gegnum þær.
Á þessum 6 vikum kem ég nokkrum sinnum inn á viðkvæmar aðstæður sem eiga það til að koma upp þegar þú ert að byggja upp frama þinn eða ert að reka fyrirtæki. Ég er viss um að aðrar konur hafi einnig gagn af þeirri umfjöllun sem og öðru efni námskeiðsins.
Langar þig til að fá að vita meira um námskeiðið, „Blómstraðu, laus við kvíðann!“?
Þegar þú losnar undan oki margra kvíðatilfinninga myndast rými fyrir jákvæða og spennandi hluti.
Markmið Jónu Bjargar er að sýna þér að þú getir unnið með kvíðavandann þinn þannig að kvíðinn hætti að trufla líf þitt svona mikið í framtíðinni.
Hvernig telur þú að daglegt líf þitt breytist til hins betra frá því eins og það er í dag, þegar þér líður vel með sjálfa þig, þú elskar sjálfa þig og þú elskar lífið á ný?
Strax í fyrstu vikunni á netnámskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“, kynnir Jóna Björg ýmislegt sem hefur gagnast skjólstæðingum hennar vel til að skilja betur inntak og eðli kvíðatilfinninga. Síðan fer Jóna Björg með þér í gegnum mikilvæga þætti, þar sem unnið er með fjölbreytt verkefni:
- að bera kennsl á hvað kveikir á kvíðanum hverju sinni
- að skilja Vítahring erfiðra hugsana og leiðir út úr honum
- að endurheimta persónulegan styrk sinn til að efla sjálfstraustið
- að móta nýja framtíðarsýn og fylgja henni eftir
- að auka kjark sinn til að geta stígið út fyrir þægindahringinn sinn og unnið í erfiðum en aðkallandi málum
- að efla samkiptafærni við fjölskyldu þína, vini, samstarfsfélaga eða viðskiptavini
- að standa sterkari gegn erfiðleikum
- að nýta mátt hugsana og jákvæðra staðhæfinga
- að njóta lífsins betur
- að forgangsraða og útdeila verkefnum til að fá meiri persónulegan tíma fyrir þig sjálfa og til að njóta samvista við fólkið þitt
- að finna hvað nærir eldmóðinn þinn
- að vinna gegn kulnun í starfi
- að upplifa breytta og ánægjulegri líðan
- að sleppa takinu á kvíðanum
- o.fl.
"Hentar námskeiðið líka frumkvöðlum, ofur mömmum og konum í erfiðisstörfum?"
SVARIÐ ER EINFALT: JÁ!
Það reynir á mikinn kjark, úthald og áræðni að reka blómstrandi fyrirtæki. Þú verður hreinlega að elska starfið, því þú leggur alla þína krafta í það.
Í raun og veru þarftu að vera eins og örninn sem svífur hátt í lofti til að fá góða yfirsýn. Þú verður stöðugt að vera á varðbergi og fylgjast vel með öllu þáttum rekstrarins til að geta forðast alla hnökra og holskeflur áður en slíkt myndi annars skella á. Reksturinn þarf að geta gengið áfallalaust.
Þú vilt komast hjá því að áhyggjur þínar þróist yfir í kvíða og þú vilt geta losað þig við gömlu kvíðatilfinningarnar.
Ef til vill þarftu að breyta áherslum þínum þannig, að þú forgangsraðir verkefnum þínum á annan hátt, til að þú náir að njóta meiri frítíma með fólkinu þínu.
Það er ekki síður krefjandi að vera frumkvöðull. Þú ert ekki enn komin þangað sem þú vilt vera, en ert þó búin að sýna mikla áræðni í að vinna að því að láta drauma þína rætast, að byggja upp þitt eigið. Það getur reynt á þolinmæðina en ekki gefast upp, byggðu upp kjarkinn og þorið, efldu sjálfstraustið, samhliða þeim sem eru komnir skrefinu lengra.
Konur í fyrirtækjarekstri eru oft einnig að sinna uppeldi barna og það að sjá um heimili og börn er líka oft mjög krefjandi og þegar áhyggjur og streita fara vaxandi, getur kvíði farið að gera vart við sig. Þetta á við allt langvarandi áreiti, mikil langvarandi þreyta og áhyggjur þróast oft út í kvíða.
Kvíði er alltaf erfiður viðfangs og veldur mikilli vanlíðan. Það er öllum brýnt að vinna með kvíðann sinn og við megum aldrei efast um mögulegan kvíða hjá öðrum. Konur reyna oft að dylja kvíða sinn og það er aldrei gott til lengdar.
Hver veit nema þú náir að virkja kjarkinn og hugrekkið sem býr nú þegar innra með þér – til að koma þér af stað á vegferð þinni, til að vinna að draumum þínum og markmiðum með því að vera virk allar 6 vikurnar á netnámskeiðinu „Blómstraðu, laus við kvíðann!“ master class. Nýttu þér markþjálfunartímana tvo með Jónu Björgu, í viku tvö og fimm og líka hópfundina á fimmtudagskvöldum / netpóstana á 5. – 6. degi.
Þetta er allt undir þér sjálfri komið og aðeins þú getur komist að því hvernig efni námskeiðsins getur nýst þér núna og í framtíðinni.
Fjárfestu í betri líðan, fjárfestu í sjálfri þér.
Elskaðu lífið á ný! Blómstraðu í einkalífi og starfi. Njóttu þess að vera þú!
Þegar þú skráir þig á námskeiðið þá getur þú verið þess fullviss að við munum aðstoða þig eftir megni. Við fylgjumst vel með hvernig þér gengur að fara í gegnum verkefnin ýmist í formi hópfunda eða netpósta.
Í lok hverrar viku getur þú sent okkur netpóst ef það er eitthvað í verkefnunum sem þú átt erfitt með að skilja, eitthvað sem þú vilt spyrja um. Síðan hittir þú Jónu Björgu líka tvisvar á netfundi í einka markþjálfun, í viku tvö og svo aftur í fimmtu vikunni. Síðan er vikuleg eftirfylgni og stuðningur á meðan að á námskeiðinu stendur í formi hópfundar á netinu eða í netpósti. Markþjálfunartímarnir eru 60 mín.
Sama verð er á báðum námskeiðsformum kr. 84.000.
Ef eitthvað er óljóst á námskeiðinu getur þú alltaf haft samband á jona@blomstradu.is og póstinum verður þá svarað innan 48 klst.
Jóna Björg vill hjálpa þér til að gera þér grein fyrir því:
- hvernig framkoma þín og hegðun stjórnast oft af tilfinningum þínum
hvernig ýmislegt í umhverfinu getur haft áhrif á tilfinningar þínar, það getur verið eitthvað sem þú sérð, heyrir eða upplifir á annan hátt og
hvernig sjálfsálit þitt, sjálfsvirðing, sjálfsöryggi og hamingja verður oft fyrir áhrifum af því sem þú gerir eða segir.
Þetta virkar líka á hinn veginn, þ.e. þessir þættir hafa líka áhrif á framkomu þína eftir líðan þinni hverju sinni. Allt þetta getur haft áhrif á kvíða og kvíðatilfinningar og ekki síður á það að komast yfir kvíða.
Dæmi um hvað fyrri þátttakendur hjá Jónu Björgu segja:
Ef þér finnst þú þurfa meiri upplýsingar um 6 vikna master námskeiðið áður en þú ákveður hvort þú viljir skrá þig, þá getum við boðið þér gestaaðgang á hluta af efninu á fyrstu viku námskeiðsins - án nokkurra skuldbindinga.
Á meðan þú ert með gestaaðgang (án skuldbindinga) í viku 1, á 6 vikna námskeiðinu Blómstraðu, laus við kvíðann!, getur þú nýtt þér verkefni varðandi erfiðar tilfinningar sem geta þróast út í stress og síðan orðið að kvíða.
Gestaaðgangurinn þinn veitir þér m.a. innsýn í:
hversu fljótlegt það getur verið að byrja að vinna með erfiðu kvíðatilfinningarnar þínar
möguleikana á að þú getir gert þér grein fyrir því hvað hefur haldið aftur af þér í svona mörg ár – og hvað þarf til að þú farir að elska líf þitt á ný.
að þú getir haft mikil áhrif á það hvernig líf þitt þróast. Þú getur tekið eigin ákvarðanir um svo margt sem hefur áhrif á það hvernig framtíðin þín verður.
Þetta 6 vikna námskeið á netinu Blómstraðu, laus við kvíðann!, master class, ásamt tveimur einka markþjálfunartímum og 6 hópnetfundum / netpóstum, þar sem fjallað er um verkefni vikunnar er AÐEINS fyrir konur sem eru alveg ákveðnar í að nýta sér námskeiðsefnið til fulls til að ná sem bestum árangri á styttsta mögulega tíma, 6 vikum.
Til að veita þátttakendum sem besta þjónustu er fjöldi þátttakenda á hverjum tíma takmarkaður.
Nýlegar greinar & fræðsla
„Hvað get ég gert?“
Svona hljóðuðu talskilaboðin sem biðu mín um daginn. Eftir nokkra þögn kom svo smá framhald. „Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég er orðin svo þreytt á þessu
Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann!
Komdu út úr skelinni – þú kemst í gegnum kvíðann! Þegar álag eykst og áreitið í kringum þig heldur svo enn áfram að hlaðast upp, þá getur auðveldasta svarið þitt
Kvíði er bara tilfinning
Kvíði er hluti af flóru tilfinninga okkar. Kvíði og kvíðatilfinningar geta reynst okkur vel þegar þær varna því að við tökum of mikla áhættu, gerum eitthvað sem gæti jafnvel reynst